Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1930, Page 15

Æskan - 01.07.1930, Page 15
Æ S K A N 63 „ÆSKAN“ kemur út einu sinni i mánuði og auk þess jólablað. Æskan er yfir hundrað blaðsiður alls á ári. § Kostar þó aðeins 2 kr. 50 au. árg. Gjalddagi er t. júli. Há sölulaun, @ V* af 5 eintökum minnst. g Afgreiðslumaður Jóh. Ögm. g Oddsson, Öldug. 55, pósthólf 14, fUtanáskrift til ritstjóranna: Æskan, pósthólf 14, Reykjavík, ^ Útgefandi: Slórstúka íslands. ' f DÆGRADV0L f Ráðningar á dœgradvöl i maiblaðinu. 1. Felunafnavisa. Karlmannanöfn. Ásgeir, Bjarni, Bótólfur, Bogi, Einar, Ragnar, Pórkell, Gestur, Rórólfur, Pórður, Kctill, Agnar. = 35 = 35 = 35 = 35 = 35 3. Hláturinn. 1 10 8 7 9 10 0 2 15 8 9 3 7 6 10 11 0 9 7 8 4 22 9 Ö 0 35 35 35 35 35 Til Hörpu. Eg fagna þér, Harpa, með fuglanna söng og fegurð, er klæðir þú strindi, með dægrin þín björtu, svo lognblið og Ijósdýrðar-sælu og yndi. [og löng Eg veit það er indælt að vera þér hjá í vorsólar ylgeislaskini, í grænkandi hlíðum og grundunum á þú gefur mér indæla vini. Já, það eru blómin þin blíð og svo góð og blessuðu fuglarnir smáu, oll sit eg einn úti og syng með þeim Ijóð i sólríku brekkunum háu. En þegar að sólin er sigin í haf, og sveipuð er náttdögg um vengi, þá lofa eg droltinn, sem daginn mér gaf, svo dreymir mig blómumskrýdd engi. X. • o OO°• Góður gestur. Einn hinna góðu gesla, er sótti ís- land heim á Alþingishátíðina, var séra Jón Sveinsson, höfundur »Nonna« og fleiri góðkunnra barnabóka, sem Frey- stcinn Gunnarsson, skólastjóri hefir þýtt á íslenzku. Vonandi getur »Æskan« siðar flutt mynd af Jóni Sveinssyni og sagt lesendum sinum eitthvað um þenna fræga og vinsæla höfund, sem flestir, ef ekki allir, lesendur blaðsins munu kannast við og hafa miklar mætur á. • o OO0 • Gömul gáta Hver er sú hin fagra borg? Hún er ekki raftamörg, Þeir eru ekki utan þrír, góður er þó í henni hlýr. Hún er hlaðin veggjalaus, víst með engu torfi, Stendur vítl um veraldarhring, og margur á hana horfir. Felanafnavisa. Karlmannanöfn. Á - - i, - - a - - i, A - ð - - -, S - - - - n, O - - u -, - j - - n -, T - - - i, - ó -, - r - m - -, - - g - i, G - - t - -, - -e--n, - u - - - r, S - - - g -, - j - r -, S - m - -. Gála. Kvenmannsnafn (5 stafa). Fley á sæ’ og sollið sár,2 signuð morgunskima." Dægur svart* og þursi þrár,5 við þetta skaltu glíma. • oOO°• OOOOooo o o OOIOKtSOIOOÐMMO S K R í T L U R oooOO O o O Óli litli hafði verið veikur af tann- pinu, en honum batnaði, þegar lækn- irinn var búinn að draga út veiku tönn- ina. Skömmu seinna fékk Óli hlustar- verk, og mamma hans sagði, að bezt væri að senda hann til læknis. Óli þagði um stund, en síðan fór hann að hágráta. »Hvað gengur á?« spurði marama hans. »Eg fer ekki til læknis«, orgaði Óli. bFú segir, að hann eigi bara að skoða eyrað. En það sagðir þú líka, þegar mér Var illt i tönninni. Ef ég fer til læknisins, þá tekur hann af mér eyrað á augabragði, það er eg viss um«. Og Óli sat við sinn keip og fékkst ekki til að leita læknis. En hlustar- verkurinn skánaði brált, fil allrar ham- ingju. Kennarinn: Hvað er að tarna, Nonni litli. Hefir þú nú aftur lent i áflogum? Nonni: Eg fæ aldrei að vera í friði fyrir hinum strákunum og þá —! Kennarinn: En manstu þá ekki eftir því, að ef einhver slær þig á hægri kinn, þá átt þú að bjóða honum vinstri kinnina? Nonni: Jú, eg man það, en hann Steini sló mig beint á nefið. Kennslukonan (alvarleg): Veit Kala litla, hver það er, sem er latastur hér í bekknum? Kata (sakleyisleg): Nei. Kennslukonan: En það ættir þú samt að vita. Hver er það, sem situr og horfir í kringum sig í allar áttir, meðau hinir eru að vinna og lítur út um gluggann, þegar minnst vonum varir? Kata: Rað er — það er kennslukonan sjálf. Hansen stórkaupmaður er úti á morgungöngu og mætir einum af verkamönnum sínum. »Góðan daginn, Niels«, segir hann blíðlega. »Góðan daginn, herra stórkaupmað- ur«, sagði Niels. »En hvað þér eruð sncmma á fótum í dag!« »Eg er úti á gangi, til þess að reyna að verða matlystugri við morgunverð- inn«, svaraði stórkaupmaðurinn. »Nei, hvað er að tarna! Ef við bara gætum nú haft endaskipti á hlutunum. Eg er einmitt úti til þess að reyna að ná mér í dálítinn morgunbita, af því að eg hefi svo ágæta matarlyst«, svar- aði verkamaðurinn. Kennslukona er að segja börnunum frá þvi, þegar Alexander mikli lagði lndland undir sig. Og loks segir hún: »En hvað haldið þið, að Alexander mikli hafi gert, þegar hann hafði lagt undir sig allt Indland? Haldið þið, að hann hafi ofmetnast? Nei hann settist niður og grét. Og hversvegna haldið þið, að hann hafi gert það?« Litill drengur réttir undir eins upp litlu höndina sína. »Hvað heldur þú, Árni?« sþurði kennslukonan. »Hann hefir líklega ekki ratað heim til sín aflur«, svaraði Árni litli. Kennarinn: Ressi stíll, um hundinn, er nákvæmlega eins og stillinn hans bróður þíns. Nonni litli: Hann er líka um sama hundinn.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.