Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 4

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 4
Iflflúáiny óem óönci Það var einu sinni hégómleg, lítil mús, sem hafði fengið þá hégómlegu hugmynd, að hún skyldi verða óperusöngvari. Þessi bjánalega hugmynd hafði hlaupið I hana eftir að hún hafði einu sinni farið inn I skolpleiðslupípu, sem lá á akrinum, og hún hafði tekið eftir þvi, að þegar hún var inni I pípunni og tisti, þá hljómaði þetta eins og einhver bylmingsrödd — en vitanlega var þetta bara bergmálið i pípunni, sem gerði röddina I henni svona mikla. Upp frá þessari stundu var hún orðin eins og einhver allt önnur mús. Hún klæddi sig í alls konar skripabúninga, af þvi að hún vildi láta fólk taka eftir sér og sjá, að þarna væri listamaður á ferð. Og það vantaði ekki, að fólk horfði á hana, en það bara lét sér nægja að hrista höfuðuð og hvísla hvert að öðru: — Viltu sjá, þarna er þessi vitiausa mús, sem heldur, að hún geti sungið. Á hverju kvöldi fór músin inn í pipuna sína og söng. Söng hærra og hærra, svo að það tók undir i pípunni, svo að hún gat sjálf ekki heyrt mannsins mál. — Þetta hlýtur að heyrast út um allan heim, hugsaði hún. — Ég er áreiðanlega mesti söngvari í heiml. Og það var nú engin önnur en gamla hornuglan, sem heyrði þetta. Hún hafði enn góða heyrn, og eitt kvöld, þegar hún flaug lágt uppi yfir pípunni, hugsaði hún: — Hvaða hljóð er þetta? Þetta er eins og mús að tista. Hún fiaug aftur að pípunni og gægðist inn í hana. Og það stóð heima: þarna sat músin og hafði hátt. En þegar hún sá í eldrautt auga við endann á pípunni, þagnaði hún og varð hrædd. — Hvað ert þú að gera hér? spurði uglan. — Ó, ég sat hérna bara... og var svolitið að raula, svaraði músin. — Finnst þér það ekki láta vel í eyrum? — Það lætur alltaf vel i eyrum uglunnar, þegar mús tistir, sagði uglan, — því að það þýðir sama sem, að þá er matur á næstu grösum. Þú ert fyrsta mús, sem ég hef hitt, sem beinlínis grenjar upp til þess að láta éta sig. Aðrar mýs þegja, þegar ég er úti í matarleit. Nú varð músin alvarlega hrædd. Hún skildi, hvað hún hafði hagað sér heimskulega. Hún sat þarna kyrr alla nóttina og þorði ekki að hætta sér út úr pípunni fyrr en daginn eftir. Sem betur fór var uglan þá flogin burt, en eftir þessa nótt söng músin ekki nema heima í músarholunni sinni, þegar hún var viss um, að enginn heyrði til hennar. Að vísu var sönguritin ekki eins fallegur þar og hann hafði verið inni í pípunni, en músinni var orðið alveg sama um það. kostuðu óhemju fé. Svo voru sjómennirnir fullir hjátrúar, og margir þeirra trúðu þeirri sögu, að færi eitthvert skip fram hjá Bojador- höfða, mundu allir um borð breytast í svertingja í einu vetfangl. Einnig voru menn mjög hræddir við að fara yfir miðjarðarlínuna. Margir trúðu því, að þar sendi sólin frá sér sérstaka eldgeisla og skipin mundu þrenna upp með manni og mús. Aðrir héldu, að hafið þar væri bullsjóðandi, og að menn mundu soðna þar eins og kjöt í kjötsúpu. Auðvitað leit Hinrik á þessar skoðanir eins og hverja aðra hégilju. Og loksins árið 1434 sendi hann Gil Eanes af stað með þeim fyrirmælum, að hann sigldi fyrir Bojadorhöfða. Þetta heppnaðist auðvitað, og Gil Eanes fann sér til undrunar, að hafið var þar alveg eins og annars staðar — rétt eins og hafið undan ströndum Portúgals. Þetta vakti mönnum hugrekki. Nú hljóp mikill kraftur i menn og þeir urðu viljugri að fara í rannsóknarferðir fyrir Hinrik. Næst komust menn til Senegal, og þar sáu menn fallegt nes með græn- um klettum, sem skagaði út l sjóinn. Þessi höfði fékk nafnið Kap Verde eða Grænhöfði. Græni liturinn er einnig litur vonarinnar. Héðan lá strandlínan til suðurs og austurs, og héldu menn nú, að stutt væri til Aden og einnig til Indlands. Þetta kom allt heim við gömlu landakortin hans Pomponiusar gamia Melas. En þegar vonir allra djarfra sæfara voru svona bjartar, Þ andaðist Hinrik sæfari. Hann lézt 13. nóvember 1460. Fordæ1711 Hinriks og dugnaður lýsti sem viti i hugum allra sæ'fara, og hann grundvallaði sjóveldi Portúgala. Nú gátu menn óhindrað sig með öllum ströndum Afríku, og sæfararnir kynntust hinum auðugu löndum, svo sem Guineu, og verzlun og viðskipti jukust og niarg földuðust. En því miður varð þetta ekki allt til góðs. Hvítir menn fóru að að að veiða svertingjana og selja þá í þrældóm. Hinrik hélt fyrst, ekki væri svo slæmt að draga negrana heim til Portúgals, Þvl þar yrðu þeir kristnaðir. Hann fór vel með sina þræla, en P gerðu ekki allir. Eftir dauða Hinriks var haldið áfram að sigln 0 kanna ný lönd, og forvitni manna varð aldrei södd. , Árið 1486 sigldi Bartholomeo Diaz nokkrum smáskipum r Portúgal, og honum heppnaðist að sigla fyrir suðurodda Atr ’ þrátt íyrir vond veður og mikla erfiðleika. Leiðangursmenn g höíðanum nafn, og hann heitir enn Góðrarvonarhöfði. Þetta n þótti Bartholomeo fagurt og okkur þykir það líka. Svo liðu e ^ nema nokkur ár, þar til sjóleiðin til Indlands var fundin, og P með var miklum áfanga náð í siglingasögu mannkyns. ÞorvarSur Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.