Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 30

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 30
Þegar Pétur var f skólanum og átti a5 reikna heima, þá lærði hann kvæði og hafðl svo gleymt kvæðinu, þegar hann kom í skólann, og hann gat aldrel lært að gera greinarmun á a og b. Kennarinn hans sagði lika oft við hann: — Ef þú tekur þig ekki á, Pétur litli, endar þetta með ósköpum. Og hann reyndist sannspár, því að einn daginn kom hann Pétur heim, og vitið þið, hverju hann hafði gleymt? Hann hafði hvorki meira né minna en gleymt á sér höfðinu. — Hvað er höfuð? spurði litli hörpudiskurinn, þvi að hann hafði ekkert höfuð og gat því hvergi gleymt því. Nú varð Gunnl hissa, en hann svaraði honum samt, því að þegar hann virti hörpudiskinn betur fyrir sér, sá hann strax, að hann hafði ekkert höfuð frekar en hann Pétur, sem týndi af sér höfðinu. — Höfuðið er hérna ofan á hálsinum á mér, sagði hann og bentl. — Þar er heilinn i mér og með honum hugsa ég. Þar eru líka augun, sem ég sé með, nasirnar, sem ég anda með og eyrun, sem ég heyri með. — Gleymdu ekki munninum, sem þú talar með, sagði mamma hans hlæjandi. — Já, hann hafði gleymt höfðinu á sér einhvers staðar úti, og nú hafði hann ekkert höfuð. Eitthvað varð mamma hans Péturs að gera, eða finnst ykkur það ekki? Pétur varð að hafa höfuð til að hugsa með, augu til að sjá með, nasir til að anda með og munn tll að ... og nú leit Gunni glettnislega á mömmu sína... Og munn til að borða með, sagði hann svo. Mamma hans Péturs fór niður í kjallara og þar sótti hún einn kindarhaus, því að hún ætlaði að hafa svið í sunnudagsmatinn. Hún setti kindarhausinn á axlirnar á honum Pétri og sagði hon- um svo að fara Inn í stofu. Og þarna varð hann Pétur að sitja við borðið með klndarhaus, og þegar hinir voru að tala saman og hlæja saman, þá gat Pétur ekkert sagt nema me-me. Og það fannst honum leiðinlegt. Og þegar pabbi, mamma og systkini hans borðuðu með beztu lyst steiktar kjötbollur og kartöflustöppu, varð Pétur að láta sér nægja grastuggu, því að kindarhausinn vildi ekkert annað. Og steiktar kjötbollur og kartöflustappa með mikilli sósu var elnhver sá albezti matur, sem Pétur fékk. Um kvöldið, þegar hann var háttaður upp í rúm, langaði hann til að háskæla, en kindarhausinn sagði bara me-me, og stóri bróðir hans bað hann blessaðan um að hætta þessu jarmi. Og á sunnudagsmorgunlnn, þegar hann vaknaði, var koddinn hans allur svartur, þv[ að kindarhausinn hafði verið sviðinn. Um leið og hann var komlnn á fætur, fóru þau mamma saman út að leita að höfðinu hans Péturs. Þau fóru fyrst nlður að tjörn og leituðu i sefinu þar, en hvergl fundu þau höfuðið. Næst fóru þau niður á torg, en þar faldi Pétur sig fyrir aftan mömmu sína, því að einn bekkjarbræðra hans var að selja blöð á torginu. Mamma spurði strákinn um Pétur, en hann sagðist ekkert hafa séð hann frá því í gær. — Hvert ætlaði hann þá? spurði mamma. — Hann var að hugsa um að fara niður í fjöru, sagði strákurinn. Mömmu var næst skapi að skamma Pétur, þvi að honum var stranglega bannað að fara i leyfisleysi niður að sjó, en hún ákvað að láta það vera þangað til hann gæti svarað fyrir sig og sagt eitthvað annað en þetta eilífa me-me. En þegar hún sneri sér við til þess að fara, kom strákurinn auga á Pétur með kindarhausinn, og hann spurði mömmu hans að því, hvort hún væri farin að klæða kindur í fötin hans Péturs. Þá tók Pétur tll fótanna, og hann hljóp beint nlður ( fjöru, svo að mamma átti fullt í fangl með að fylgja honum eftir. Þau leituðu um alla fjöruna, og loksins fundu þau höfuðið hans Péturs. Það var innan um gömul glerbrot, ryðgaðar niðursuðu- dósir og annað álíka drasl. Pétur vildi strax skipta um höfuð, en mamma sagði, að það kæmi ekki til mála. Hún sagði, að þau yrðu fyrst að fara heim og þvo höfuðið. Og Pétur greyið varð að hanga aftan í kápunni hennar mömmú sinnar og reyna að fela sig eins og smábarn til þess að allir gerðu ekki grín að honum á leiðinni. Þegar hann kom heim, tók mamma af honum kindarhöfuðið og setti höfuðið hans á hann aftur. Fyrst hafði hún auðvitað þvegið höfuðið vel og greitt hárið. Vitið þið, hvað gerðist? Það var engu líkara en nú væri höfuðið loksins komið rétt á hann Pétur. Ef hann var sendur út i búð til að kaupa salt, keypti hann salt, og ef hann átti að kaupa fransk- brauð, keyptl hann franskbrauð. Hann var enga stund að læra að þekkja a frá b og reiknaði alltaf heimadæmin sín. Kennarinn hans Péturs var mjög ánægður með hann og það var mamma hans líka. Henni fannst aðeins eitt vera athugavert við Pétur hér eftir. Vitið þið, hvað það var? Hann steinhætti að vilja borða svið eftir að hann hafði verið með kindarhausinn á herðunum. — Þetta var bara góð saga, sagði hörpudiskurinn. — Á ég að segja þér sögu? spurði María. — Ég er hrædd um, að það verði að bíða eitthvað, sagði mamma. — Pabbi var einmitt að koma heim með saltan sjó, og ég geri ráð fyrir því, að hörpudiskurinn vilji komast sem fyrst í sjóinn sinn. Mikið varð hörpudiskurinn hrifinn, þegar hann var kominn ' saltan sjó. Hann jafnaði sig smástund, og þá var hann kominn í svo gott skap, að hann bauðst til að spila fyrir þau á hörpuna sína. Og af því að við vitum, hvað honum leiddist að spila á hörpu, þá sjáum við, hvað hann langaði til að vera góður. Hann spilaði og spilaði, og pabbi og mamma klöppuðu og María sagði hrifin: — Þú spilar alveg eins vel og kona, sem ég heyrði spila á hörpu í útvarpinu. Mikið áttu gott að geta spilað svona vel á hörpu. — Mig langar ekkert til að spila á hörpu, sagði hörpudiskurinn hnugginn. — Þess vegna fór ég frá hörpudiskabeðinu. Þar verða allir að spila á hörpu. — Langar þlg ekki til að spila, þegar þú spilar svona vel? spurði María. — Ef ég gæti spllað jafnvel og þú, þá myndi ég spila á hörpu allt mitt líf. — Hvað langar þig þá til að gera? spurði Gunni. — Mig langar tll að læra að splla á óbó! sagði hörpudiskur- inn ákveðinn. Þetta fannst pabba skrítið. Hann vissi, hvað er gífurlegur munur á þessum tveim hljóðfærum. Annað er strengjahljóðfæri en hitt blásturshljóðfæri, og hljómarnir, sem þau framleiða, eru mjö9 ólfkir. Pabbi og mamma reyndu bæði að telja hörpudiskinn af þessu, en það var ekki við það komandi. — Ef ég fæ ekki að læra á óbó, fer ég eltthvað annað, sagði hörpudiskurlnn litli ákveðinn. Og það var nú það. Við þessu var ekkert að gera. María og Gunni vildu alls ekki missa hann, og pabbi og mamma vildú aW fyrir hann gera. Pabba hafði langað til að læra að splla, þegar hann var Iítill, en hann hafði ekki fengið það, því að foreldrar hans voru svo fátæklr. Hann vildi gjarna hjálpa hörpudlskinum, en það var því miður orðið alltof framorðið til að gera nokkuð f málinu. — Við verðum að bíða til morguns, sagðl pabbi. — Hvað gerum við þá? spurði mamma. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.