Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 33

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 33
Ávarp. Kristilegt bókmenntafélag hefur nú göngu sína í þeirri trú, að Drottinn ætli því að inna af hendi mikilvægt hlutverk, til eflingar ríki sínu á fslandi. Oss, stofnendunum,, er það fyllilega ljóst, að þau verkefni, sem eru fyrir hendi, eru svo mik- il og margbrotin, að fyrir manna sjónum er það ekki sýnilegt, að fámennt og fátækt félag fái nokkru verulegu til vegar komið. En vér þökkum Guði fyrir, að vér höfujm öðlast trúna á Drottinn vorn og Frelsara, Jesúm Krist, því að í þeirri trú höfum vér hafið þetta starf, í þeirri trú viljum vér halda því áfram, og í þeirri trú erum vér þess fullvissir, að sigur- inn er oss vís. Því að »trú vor er siguraflið, sem hefir sigrað heiminn.« * * * 1 sérhverju þjóðfélagi er þrotlaus barátta railli margvíslegra afla,, sem öll reyna að ná völduntum í sínar hendur. Þessi barátta, sem stundum er hægfara, en stundum hinsvegar ofsafengin og tryllt, knýr margt fram á víg- völlinn„ sem annars mundi aldrei hafa komið fram. Og nú hefir þessi barátta knúið fram Kristi- legt bókmenntafélag, sem á að taka þátt í hild- arleiknum milli góðs og ills, trúar og vantrú- sem ávallt er að harðna hér á landi. — Tímanlegar framfarir hafa orðið miklar hér á landi, síðustu áratugina. I sumum efnum jafn-

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.