Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 34

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 34
28 vel svo miklar, að undrum sætir. Atvinnulíf þjóðarinnar hefir stórum eflzt og blómsazt; al- menn velmegun hefir óneitanlega farið í vöxt á þessum árum, þrátt fyrir alla þá galla og öll þau vandræði, sem núverandi ástand felur í skauti sér. Landsbúum hefir fjölgað, mennt- un aukizt og sámgöngur stórum batnað. Mega þetta heita undraverðar framfarir, þegar þess er gætt, hve fámennir vér Islendingar erum og fátækir, afskekktir og óþekktir umheiminum. — En ytri velgengni er engan veginn næg trygg- ing f.vrir heillaríkum afdrifum þjóðarinnar. Og ef vér skyggnumst inn fyrir yfirborð hinnar íslenzku menningar og leitumst við að koma auga á andlega þróun,, sem hafi verið samfara hinurn tímanlegu framförum, þá komumst vér að raun um, að það er ekki auðvelt að benda á verulega breytmgu til batnaðar í þeim efn- um. — Vér þurfum þó ekki að kvarta yfir því, að vér höfum farið varhluta af ýmsum »andleg- um« stefnum,, erlendum, því að innflutningur á þess konar varningi hefir stórlega aukizt, frá því um síðustu aldamót. Nýjum og nýjum tegundum, af »trú« hefir skotið upp, og flestar náð talsverðri útbreiðslu, enda hefir það talsvert bætt fyrir, að kjörorð innflytjendanna hefir verið, að hver verði sæll í sinni trú, svo að þess vegna geti menn tekið hverja tegundina, sem þeir vilja. Birgðirnar eru þegar orðnar miklar. Þar eru t. d. fjölmargar tegundir af »trú«, sem eiga að geta fullnægt »heilbrigðri skyn- semi«. Og þar er aftur tekið fullt tillit til þarfa og kaupgetu hvers einstaklings, Sumar tegund-

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.