Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 47

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 47
41 ar sorgarinnar, en það eru svo margir, sem verða að gera það, fyrr eða síðar á lífsleiðinni. Síðan síra Bjarni prófastur Jónsson vai’ð Þrestur, hefir hann fimm sinnum siglt til út- landa, bæði til þess að fylgjast með í kirkju- ^egum hreyfingum í umheiminum og til þess að hvíla sig. En um hvíld hefir þó naumast yerið að ræða í þeim ferðum, því hann hefir ýmist setið fundi kennimanna eða ferðast um °g haldið fyrirlestra og guðsþjónustur á flest- Um ferðum sínum. Fyrst sigldi hann 1913 og fór til Danmerkur, Þýzkalands og Svíþjóðar. 1 ann- að sinn 1921, og hélt þá fjölda fyrirlestra í Dan- mörku. 1923 fer hann enn til Danmerkur og í þeirri ferð prédikaði hann í mörgum kirkj- úm og hélt marga fyrirlestra um ísland og ^irkjulíf á Islandi. 1925 situr hann svo, fyrir Islands hönd„ alheimskirkjuþingið í Stokkhólmi, en eftir það ferðast hann svo alla leið til Róma- borgar og víða um Evrópu. Loks hefir .hann flú í sumar farið alla leið suður til Italíu, kom- ið víða og mörgu kynnst. Þetta er í fáum dráttum merkipunktarnir í lífi og starfi þessa mæta embættisbróður og vinar, en aðalstarí hans, sálusorgin í söfnuði hans, er flestum ókunn nema þeim„ sem til hans hafa leitað, en skyldu þeir ekki vera æði marg- if, og starfið þar meira, erfiðara og- blessunar- fíkara en flesta grunar? Árið 1921 var hann sæmdur riddarakrossi »af Dbr.«, og svo munu margir mæla, að þar muni sannur riddari krossins hafa hlotið sæmd, sem við átti og verðskulduð var„ Eg skal játa, að margt fleira hefði ég viljað Se&‘ja, til lofs og þakklætis þessum kæra vini

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.