Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 54

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 54
48 að vestræn menning hvílir, eins og kunnugt er -— aðeins að litlu leyti á kristindóminum, Oftast hafa það verið kristniboðar, sem hafa orðið fyrstir til að komast inn í lönd þessi, nema. tungu þeirra og kynnast landi og þjóð. Síðan hafa kaupsýslumenn og allskonar fjárglæfra- menn hagnýtt sér ávöxtinn af fórnfúsri yðju þessara manna. Skreyttu þeir sig þar nafni kristninnar, en þjónuðu fjárgræðgi sinni og öðr- um lágum hvötum. Þar á eftir komu svo stór- veldin og hugðu gott til glóðarinnar að eignast þarna nýlendur, sem þau gætu grætt á og notað til að fullnægja ýmsum þörfum, sem heima- landið fékk ekki bætt úr. Gerðu þau ýmist að leggja undir sig heil lönd, landshluta eða borgir, sem lágu vel við verzlun. Þjóðir þessar fluttu með sér vestræna menningu, bæði beint og óbeint. Og þegar þær höfðu aðstöðu til, leit- uðust þær við að innleiða hana þar eystra á ýmsan hátt. En það varð ekki gert, án þess að sú starfsemi rækist á .hina fornu staðarlegu menningu. Enginn efi er á því, að tilraunirnar til að innleiða vestræna menningu voru oft hinn mesti velgerningur, En hins vegar votta stað- reyndirnar, að sjaldnast var rétt að því farið, framan af a. m. k. Var oftast lítillar nærgætni gætt í garð þessara þjóða, siðir þeirra lítils- virtir og venjur þeirra fyrirlitnar. Er það mjög skiljanlegt þegar þess er gætt af hvaða rót- um unibótastarfsemi þessi var runnin; annars vegar af drottnunargirni, sem hætti til að líta niður á þegnana, og hins vegar af fjárgræðgi, sem sjaldnast er glöggskyggn á þau verðmæti, sem ekki þyngja pyngjuna. Hin fyrstu kynni, sem þjóðir þessar höfðu af vestrænni menn-

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.