Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 55

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 55
49 ingu voru þau, að hún var fésjúk, valdafíkin °g' ófriðsöm, Svo hafði hún í för með sér ann- arlega trú, sem þessir útlendingar voru hreykn- ir af. Starf hinna örfáu kristniboða hvarf svo að segja alveg í öllu því háreisti, sem kaup- sýsla og landvinningar hinna olli. Þeir snéru sér til þeirra,, sem a.umastir voru, og vörðu kröftum sínum til að létta birðar þeirra, án í>ess að vekja nokkra verulega víðtæka athygli. Var ekki við því að búast, að Austurlanda- þjóðir fengju mikið álit á vestrænni menningu, þar sem þeir höfðu svo að segja engin kynni af öðru en lökustu hliðum hennar. Enda fór svo, að það, sem vestrænt var, var um leið illt í meðvitund þeirra. Sú aðferð við kristniboð var lengi vel algeng- Ust, að kristniboðarnir leituðust við að sýna ókristnum mönnum fram á fánýti hins heíðna síðar og ágæti kristinnar trúar með ýmsum Hiksemdum. Meðal annars bentu þeir á hinn mikla mun á þjóðfélagslegum þroska hjá vest- rænum og austrænum þjóðum. Hætti þeimþáoft til að gera of mikið að því, að verja vestrænu rnenninguna, af því þeir gerðu sér ekki nógu ljóst hversu afar lítið í henni er raunverulega kristið. Af því, sem að framan er sagt um framkomu vestrænna manna á Austurlöndum, er augljóst að þessar röksemdir náðu ekki til- gangi sínum og sízt meðal hinna upplýstu manna. Þær vöktu oft þann grun, að kristni- hoðarnir væru aðeins dulbúnir útsendarar hinn- ar vestrænu drottnunarstefnu. Stanley Jones segist í fyrstu hafa farið svona að. Hann varði fyrst og fremst Heilaga Ritn- ingu, ákveðin trúfi’æðikerfi og loks einnig vest- 4

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.