Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 80

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 80
74 Elgnaskattur. Af fyrstu 5000 kr. skuldlausri eign greiðist enginn skattur. Þinglýsingar. Hér skulu aðeins taldar nokkrar al- mennar reglur um þinglýsingar: a) Þinglýsingar utan Reykjavíkur eiga að fara fram á manntalsþingum, og teljast réttindi þau, er þinglýsingin veitir, stofnuð frá þinglýsingardegi. Þó má senda skjalið til sýslu- manns, þótt fyr sé, og beiðast innritunar þess í af- sals- og veðmálabækurnar, og telst þá svo sem skjalið hafi verið þinglesið, jafnskjótt sem sllk beiðni kom í hendur sýslumanni, svo framarlega sem það verður þinglesið á næsta manntalsþingi þar á eftir. b) í Reykjavík á þinglýsingin að fara fram I bæjarþing- inu, sem haldið er einu sinni í viku. Þar telst réttar- verkan þinglýsingarinnar frá dagsetningardegi skjals- ins, ef það er lesið á fyrsta eða öðru manntalsþingi eftir útgáfu þess, ef það er útgefið í Reykjavík, og ef það er lesið á 3. eða 4. þingi eftir útgáfu þess, ef það er útgefið utan Reykjavíkur. Ella telst réttarverkan þinglýsingar frá þinglýsingardegi. Hafi nú t. d. mað- ur selt eða veðsett 2 mönnum sama hlut, þá fær sá réttinn, er þinglesið hefir svo fljótt, að réttarverkan þinglýsingar hans verði eldri en hins. — Þegar skjöl eru þinglesin, ber sýslumanni að gæta þess, hvort þinglesið sé nokkuð það um hlutinn, er brjóti í bága við réttindi þau, er þinglýsa á. Ef svo er, getur hann þess á bréfinu. — Fyrir þinglýsingar greiðist gjald, er rennur í ríkissjóð: 3 kr. af 1. þúsundi og 1 kr. af hverju þúsundi, er við bætist, af upphæð þeirri, ©r þinglýsa á. Einnig greiðist sérstakt gjald i ríkissjóð fyrir athugasemdir, er skráðar verða á skjöl, samkv. áður sögðu. Aflýsingar. Þegar þinglesin réttindi falla brott, þá verður oftast að a f 1 ý s a þeim réttindum á söinu þingum, þar sem þinglýsa skal. Ef t. d. þinglesið ítak

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.