Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 4
4 HEIMILISBLAÐIÐ raunalegur á svip, en meðfædd drottn- unargirni fékk þó eigi dulizt. Djúpar hrukkur lágu í euni hans. Nefið var langt og fagurlega bogadregið. Drættirn- ir kringum munninn minntu á hörku og fyrirlitningu. Hann var frjálsmannieg- ur í hreyfingum og allri framkomu. Hann var mjög gefinn fyrir dans og ástaræfin- týri en var þó hófsamur í mat og drykk. Hann neytti ekki tóbaks, þótt merkileg megi teljast, því að landar hans eru frægir fyrir tóbaksnautn. Hann var skapbráður og duttlungafullur en jafnframt dram- samur og þolgóður. Fróðleiksfýsn Bolivars jókst, eftir því sem fram liðu stundir, og hann kynnti sér kappsamlega rit hinna miklu heim- spekinga 18. aldar. Humholdt var um þessar mundir uýlega kominn heim aftur úr för sinni til Suður-Ameríku. Hann tjáði Bolivar, að nú væri tilvalið tæki- færi til uppreisnar. Einkum kvað hann almennan áhuga fyrir slíku í Caracas, fæðingarborg Bolivars, í ríkinu Yene- zuela. Eftir að liafa ferðazt um ftalíu, sigldi Bolivar aftur yfir Atlantshaf. Förinni var þó eigi heitið til suðurs heldur í norður- átt. Hann hugðist að kynnast Bandaríkj- unum, sem nýlega höfðu hlotið frelsi. Síðan sneri hann heimleiðis til Caracas árið 1806. Bolivar lét lítt á sér bera hin næstu ár. Þó leið ekki á löngu, unz hann fór að láta til sín taka opinberlega. Þegar upp- reisnin brauzt loks út 1810, var hann sendur til Englands af foringjum upp- reisnarmauna. Yar honum falið það lilut- verk að afla hergagna og tryggja stuðning Breta. En hann hirti lítt um þau fyrir- mæli, sem honum höfðu verið gefin. Lagði hann ríkasta áherzlu á að afla sjálfum sér fylgis og liðstyrks. Strax í upphafi frelsisstríðsins varð Bolivar þannig valdur að þeirri sundrung við samstarfsmenn sína, er hélzt jafnan síðan. Þessi forleikur frelsisstríðsins varð harla skammvinnur. Varð hræðilegur landskjálfti meðfram orsök þess, að Spán- verjum tókst að bæla uppreisnina niður. Eftir heimkomuua varð Bolivar hrátt að flýja til borgarinnar Karthagena í fylkinu Nýja-Granada, er lá 1 vestri. Þaðan hélt hann baráttunni áfram gegn Spánverjum. Sókn hans varð hin sigursælasta. Honum tókst að ná Venesuela á sitt veld. Alls- staðar livatti hann íbúana til haráttu gegn kúgurunum. Styrjöldin var rekin af misk- unnarlausri grimmd. Þegar morð Spánverja á uppreisnarmönnum urðu kunn, boðaði Boliver hið víðfiæga lcenniorð: Dauða- stríð. Þar með gaf hann til kynna, að sérliver fjandmaður, sem særðist eða yrði liandtekinn, yrði þegar líflátinn. Sérhver, er greiddi götu Spánverjanna, var fyrir- fram dauðadæmdur. Eftir blóðuga or- ustu varð sókn Bolivers réttnefnd sigur- sókn. Hann hélt innreið sína í Caracaó í ágústmánuði 1813. Konurnar völdu hon- um tignarlieitið E1 Libertador (frelsis- hetjan). Braut hans var hlómum stráð, og á götum hlumdu við liergöngulög, sem blönduðust fagnaðarlátum mannfjöld- ans. Bolivar sat á sigurvagni, skreyttum þjóðarlitunum, sem var dreginn af tólf tígulegum æskumönuum, er báru hvít klæði. — Hann var berhöfðaður og í- klæddur einkennisbúningi sínum og har marskálksstaf í hendi sér. Ovinir lians halda því fram, að hann liafi að loknum sigri reyzt lélegur stjórn- andi. Þeir telja, að hann liafi eytt tím- anum með léttúðardrósum og hræsnur- um og á skemmtistöðum Því verður að minnsta kosti vart neitað, að hann var mjög eyslusamur, og lagði mjög þunga skatta á þjóðina. — Haun lék einnig marga menn bart undir því yfirskini, að þeir væru fjendur frelsisins. Þjóðiu varð þannig fljótt leið á stjórn Bolivars. Auk þess átti liann ávallt í höggi við Spánverja. Lið hans gerðist brátt sundrað. Það var því sízt undarlegt, þótt stjórn lians væri harla völt í sessi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.