Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 13 nú fundið þá eldspýtu, þá höfum við gnægð kyndla. Ég hefi allt af haldið fast um knippið mitt, enda þótt ég myndi ekki eft- ir því, þegar slokknaði á lömpunum«. En þar eð ég hafði ekki meira en svo trú á eldspýtu Kviks, þá svaraði ég þessu rausi hans engu. En hann hélt áfram aö leita, þangað til ég heyrði hann allt í einu segja: »Sá hefir sitt mál, sem þrástur er, það veit hamingjan, að hún er hérna inni i fóðrinu. Og hún er ósködduð. Doktor, haltu nú að mér kyndli. Allt í lagi. Einn, tveir. þrír, kveiktu!« Hann kveikti á eldspýtunni og tendraði kyndlana. Pað bálloigaði óðara á kyndlunum, svo glóbjart varð í öllu svarta myrkrinu. En við þetta skyndilega ljós, sáum við, en ekki nema augnablik, næsta furðulega sjón og laðandi. Ég held ég hafi gleymt að segja frá því, að í miðiri hvelfingunni var alt- ari nokkurs konar. er að líkindum hefir verið notað við greftranir fornkonunganna; lágu þangað upp nokkur þrep og á neðsta þrepinu sáum við þau Oliver Orme og Maq- uedu, niðja konunganna; þar sátu þau hlið við hlið. Þau sátu rnjög þétt hvort að öðru, og ef ég má segja eins og er, þá vafði Orme armi um hana miðja en hún hallaði höfði að öxlinni á honum, en hann kyssti hana. »Allir í hring, fram!« skipaði Kvik. »Og tökum eftir, hvað tíma líður!« Og svo hringsnerum við ckkur. Hóstuð- um hátt og greinilega af reyk þeim hin- um ramma sem lagði af kyndlunum, þrömmuðum svo áfram. þvert yfir hvelf- inguna og rákumst þá eins og af hendingu á vora týndu félaga. Ég kannast við, að ég hafói ekkert um að tala. En Kvik hafði rétt að eins munn- inn fyrir neðan nefið, eins og sagt er. »Það gleður mig mjög að sjá yður, höf- uðsmaður«, mælti hann við Orme. »Ég var í raun og veru farinn að verða hræddur um yður. En svo> var ég svo hundhepp- inn að finna vaxspýtu í fóðrinu á kápunni minni. Ef prófessorinn hefði verið hérna okkar á meðal, þá nmndi hann hafa haft heil mikið aö segja og þetta er sönnun fyr- ir því, að karlmenn eiga æ og sí að reykja, þó að hefðarkoinur séu með' þeim. Ö, mig furðar ekki. þó að hennar hátign finni til svima í þessum. ógurlega hita, veslings ung- barnið! Það var reglulegt lán, að þér höfð- uð ekki yfirgefið hana, höfuðsmaður. Hald- ið þér, að þér getið stutt hana dálítið, er við nú höldum áfram göngunni? Ég get því miður ekki boðist til að gera það sjálf- ur, því að ég er orðinn haltur, líklega af því, að þessir dauðu konungar hafa bitið í fót mér. Og svo hefi ég baðar hendur fullar af kyndlum. En ef þér viljið, þá getur doktorinn það, hvað segið þér til þess, höfuösm.aður?Að þér getið gert það sjálfur? Það bergmálar svo í þessari hvelí- ingu, að ég á erfitt með að heyra. Gott og vel, höldum þá af stað, því að kyndlarn- ir vara heldur ekki að eilífu. Og yður myndi ekki lítast sem bezt á að vera hér nætursakir með svo veikfelda konu? Sér- staklega ef Abatíarnir slæmu fyndu þaö upp að segja, að þér hefðuð kom,ið þessu öllu í kring af ásettu ráði. Gefið þér svo hennar hátign hönd yðar, þér doktor. Og svo leggjum við af stað. Ég geng á undan með kyndlana«. Oliver mælti ekki orð af vörum við öilu þessu langa rausi, heldur leit tortryggn- islega yfir okkur á Maquedu, sem nú lá eins og' í svima, En þá fyrsi er ég bauö henni læknishjálp, þá náði hún sér og sagði, Þð hún gæti svo, vel gengið ein, það er að skilja með Orme. Og endirinn varð sá, að hún lagði af stað og við sömuleiðis. Kyndlarnir entust þangað til við komum að hinum langa og mjóa inngangi, og þegar við komum fyrir hornið, þá sáum við ljóskerið, sem við höfð- um s<ett frá okkur í múrnum. Og síðan gekk allt eins og í sögu. Þegar við vorum komnir til herbergja vorra um kvöldið, þá sagði Orme í upp- gerðartón kæruleysislega;

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.