Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 18
18 HEIMILISBLAÐIÐ lítillátur. Heiður Abatíanna liggur við þessu, þar sem það var, því miður, Abatíi, sem átti sök á því, að útlendingurinn var svikinn. Og nú verður annar Abatíi, sem sé þú sjálfur að frelsa hann. Þú hefir svo 'oft sagt mér, hve fær þú sért að klífa kletta og f joll, og nú færðu færi á, að sýna allan þinn dugnað og hugprýði þessum út- lendingum. Þetta er skipun mín. Því fer ég ekki fleiri orðum um það«. Og hún stóð upp til að gefa til kynna, að nú væri á- heyrnstundinni lokið. Síðdegis þennan sama dag lagði Shad- rach upp með fáa menn til fylgdar eftir nokkrum f jallvegum, sem. hann einn þekkti upp að brúninni á vesturfjöllum í Múr. Fyrir neðan okkur lágu stcrar sléttur; á þeirri miklu sléttui stóð' borgin Harmac í nckkurra kílómetra fjarlægð, fimmtán hundruð feta eða. m.eira fyrir neðan okk- ur. En skurðgoðshkneskið niðri í dalverp- inu gátum við ekki séð, því að f jallið slútti fram yfir það og huldi það. »Hvað er nú, góði maður«, sagði Maqu- eda. Hún var klædd óbrcitnum sauðskinns- búningi, eins og bændakonurnar, en allt um það var hún heillandi fögur. »Hér er bergið og þarna liggur sléttan, en þar á milli sé ég ekki neitt. Og frændi minn, hinn vitri, segir, að hann hafi heldur ekki heyrt talað um nokkurn veg þar á rnilli — bergsins sg sléttunnar«. »Göfuga kona«, svaraði maðurinn, »nú tek ég við stjórninni og þið hin verðið að fylgja mér. En rannsökum fyrst, hvort ekki er neins vant«. Hann gekk í kringum okkur og taldi all- an hópinn. Það voru sextán alls: Maqu- eda, Jósúa, við Englendingarnir þrír, vc.pn- aðir, foringinn, Shadrach, og nokkrir menn vanir fjallgöngum;, frábærir að dugnaði og hugrekki, því að jafnvel í Múr voru eigi all-fáir færir menn, einkum meðal hirða og veiðimanna, sem tekið höfðu sér ból- festu í fjöllunum. Þessir leiðtogar voru búnir út með reipi, lampa og langa og granna stiga,, sem hefta, mátti saman með reimum. Þegar nú var búið að líta eftir öllu og allir stigar skoðaðir og reimar, þá gekk Shadrach út að runnum nokkrum, sem uxu þéttan í veðurbarðri fjallshlíðinni. Inn á meðal þessara runna fann hann stóran flatan stein, sem hann velti við. Undir hellu þessari lá eins konar stigi; voru rin> arnar í hoiium all-slitnar og sundurgrotn- aðar af vatni, sem fann sér þarna nátt- úrlega rás niður í djúpið um regntíma ársins. »Þetta er vegurinn, sem fyrri tíðar menn hafa búið sér til einhverrar leyndrar notk- una,r«, sagði Shadrach. »En út á þennan veg ætti enginn að hætta sér, s,em hrædd- ur er, því að hann er þverbrattur og hrjóstrugur mjög«. Jósúa var nú orðinn þreyttur af hinni löngu reið og göngu upp á fjallsbrúnina. Sárbændi hann nú Maquedu, að hætta þeírri fífldirfsku að ganga niður í þennan ógurlega helli. Oliver studdi mál hans nokkrum orðum, en gaf því fleiri bending- ar með augunum. Um þetta voru þeir Jósúa og hann þó einu sinni sammála, þó af ólík- um ástæðum. væri. En Maqueda vildi á hvorugan þeirra hlusta. »Frændi«, sagði Maqueda, hvernig ætti ég að geta verið hrædd við þetta, þar sem ég er á ferð með svo reyndum fjallgöngu- manni sem þú ert? Ef doktorinn hérna, seni' er nógu gamall til að vera faðir okk- ar beggja« — þetta var nú annars ekki satt, að því er Jósúa sinerti — »er fús til að leggja út í það, þá ætti ég að vera það? Og það því miklu fremur, sem þú myndir líldega verða eftir, ef ég færi ekki. Ég myndi aldrei geta fyrirgefið mér þao sjálfri, ef ég svifti þig þeirri ánægju að taka þátt í svo merkilegri ævintýraför. Áfram með okkur, svo að við eyðum ekki meiri tíma til ónýtis«. Svo vorum við bundnir saman í þrjár deildir. I hverri deildinni var einhver

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.