Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 12
12 HEIMILISBLAÐIÐ þor til að leita að okkur hér«. Síðan greip hún í hönd Oliver og tók að hlaupa, en fól Oikkur hinum, að fylgja þeim, eins og við framast gætum. »Vertu rólegur, doktor«, sag'ði Kvik. hafðu hægt um. þig, beri hættu að hönd- um, verða lagsbræður ávallt að standa saman, sem einn maður, stendur í bláu bókinni. Takið mig yður við hönd, doktcr. Nei, lítið nú á, þið bæði!« Og hann benti á þau tvö, sem runnu á flótta sem fætur toguðu, með einn lampa og voru komin iangt á undan okkur. Á næsta augnabliki leit Maqueda við og hrópaði til okkar. Ég sá lampatýru-gkinið og sá það glitra á silfurdjásninu hennar, og sá framan í yndislega ásjónuna henn- ar. Hún leit kynlega út í þessari stóru hvelfingu, er lampatýruna. brá yfir ásjónu hennar. Eftir þetta sáum við ekkert fram- ar; lampatýran varð ekki annað en neisti tilsýndar og svo varð kolniðamyrkur. »Standið kyrrir, unz við komum til ykk- ar aftur«, hrópaði Oliver c.g æpti til okk- ar með stuttum millibilum. »Já, já«, svaraði Kvik og æpti óðara í móti svo ógurlega, að undir tók í allri hvelfingunni, þangað til ég var orðinn al- veg ærður. Allt í lagi, við hverfum til baka«, svar- aði Oliver, en svo langt til vins.tri, að Kvik þótti varlegast að spangóla aftur. En þá var svarað hægra megin frá og næsta sinn aftan að þeim.. Þá sagði Kvik: »Ég get ekki áttað mig á hvaðan hijóðið kemur hérna, bergmálið ætlar alveg að æra okkur. En komið þið hingao, ég held ég viti, hvar þau eru stödd«. Og nú hrópaði hann og bað þau að siema ataðar, en við gengum í þá áttina, sem við hugðum. að væri hin rétta. Þau urðu leikslokin, að ég gekk þráð- beint á eina beinagrindina og datt og svitn- aði við og lá svo endilangur milli boa’ðanna sem dýrgripirnir lágu á og lagði þá ástúð- lega hendur um höfuðskel í þeirri trú, að hún væri stígvél Kviks. Ég gat haft mig á fætur aftur einhvern veginn, og er við eigi lengur vissum, hvað við ættum til bragðs að taka, þá settust við á meðal hinna dauðu og hlustuðum.. En nú voru þau hin komin svo langt í burtu frá okk- ur að við heyrðum ekki nema veikan og dularfullan óm af raust Olivers og viss- um ekkert, hvaðan hann kom. »Fýrst við vorum þeir aular að leggja af stað eldspýtnalausir, þá er ekki ann- ar kostur, en að bíða«, sagði ég. »Þegar tíminn kemur, munu þessir Abatíar sigr- ast á myrkfælni sinni og koma og leita að okkur«. »Ég vildi óska, að ég gæti það líka«, sagði Kvik. »Ég kæri mig ekki um. að sjá þessa líkstokka í fullu dagsljósi; en í myrkri er öðru máli að gegna. Heyrið þið þá ekki vera að slá saman kjúkum sínum og hvísla allt í kringum okkur?« »Jú, vissulega heyrum, við eitthvað«, svaraði ég, »en það getur verið enduróm- urinn af röddum okkar sjálfra«. »Jæja, höldum okkur þá saman! Hver veát, nema þau geri slíkt hið sama. Því að þetta mas er allt annað en geöslegt«. Svo þögðum, við þá eins og steinar. En hið undarlega taut hélt samt sem áður áfram og kom svo greinilega frá hellis- veggnum á bak við okkur. Mér fannst eins og ég hefði heyrt eitthvað svipað áður, en mundi ekki hvar. Seinna rifjaðist það þó upp fyrir mér, að það hafði verið á hin- um svo nefndu »hvíslingasvölum« í St. Páls dómkirkjunni í Lundúnum. Nú leið hálf stund eða svo og ekkerc heyrðist til Abatíanna eða hinna horfnu tveggja. Kvik fór nú að leita alls staðar í fötum sínum. Og er ég spurði, hví hann gerði það, þá sivaraði hann: »Ég get ekki annað en hugsað, hvort ég kunni ekki að finna vaxeldspýtu ein- hversstaðar í fötum mínum, doktor. Ég m.an, að ég fann til hannar í einhverjum vasanum á kápunni minni daginn áður en ég lagði af stað frá Lundúnum. Ef ég gæti

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.