Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 22
19. Sorgir fylltu seggi þar, er sjóinn viður dvöldu, ei frá grilltu augum par ógnum trylltu stórhríðar. 20. Svoddan mesta gjörði grand grimmum fyrir stormi, hafði festar bilað band og báru-hestinn keyrt á land. 21. Skipið gallað víða var, voðir og reiði slitinn, farmurinn allur fórst í mar og fingra mjalla viðir þar. 22. Lýði mæðir leit um ver, lítið fundið geta, kornmat bæði og hákarl hér hylur Græðir enn í sér. 23. Einnig látin liggja þar líkin þeirra tveggja. Sárt úr máta, sorgbitnar, seggi gráta ekkjurnar. 24. Einn þó mæti harma hríð, huggast þar við skyldi. Enginn grætur alla tíð, undan lætur böl um síð. 25. Þungbært stríð við eymdir á Ásgrímur á Skeiði, fegri tíðir muna má Móins-hlíða geymir sá. 26. Þjakast lund við þrautirnar, þrátt þó leitað væri laufa þundi lækningar, lætur undan þegi par. 27. Þó um tíma þanka far þrenging hljóti lýða, gegnum Imu angistar eygist skíma gleðinnar. 28. Nú er blaðið enda á, útskrifað í ljóðum. Láttu það ei lýði sjá, linna traða birtu gná. —o— Utanáskrift: 29. Bendir alma biðja vil hljóti ei tálman — heldur skil bréf að Litla-Hóli, Helgu Pálma dóttur til. Ljóðabréf þetta er skráð eftir minni Ólafs Gott* skálkssonar bílstjóra á Siglufirði. Hann lærði það 1 æsku af móður sinni, sem einnig lærði það ung a® aldri. Hún var vinnukona hjá Helgu Gunnlaugsdótt- ur í Haganesi, þegar bréfið var ort. Það hefur þVI lifað í minnum manna frá því. Mér finnst því rétt, að það komi fyrir almennings sjónir, og forða þvl þannig frá gleymsku. Guðlaugur Sigurðsson. Bókarfregn. FÓSTURSONURINN heitir nýlega útkom- in saga eftir Árna Ólafsson rithöfund og bókaútgefanda. Árni hefur áður gefið út sögur eftir sjálfan sig: ÆSKUMINNINGAR SMALADRENGS og GLÓFAXI. Ég vil vekja athygli lesenda á þessari sögu. Hún verðskuldar það, að hún sé keypt og lesin. Kári var munaðarlaus drengur. Hann mætti hörku og kulda og enginn vildi skilja hann. Hann varð ódæll og sagður pörupilt- ur. En þegar hann kemur að Gili, til hinnar góðu konu, Margrétar, þá -er það hún, sem með kærleika sínum fær breytt þessum ,,ó- knyttastráki", eins og hann oftast var kall- aður, í góðan, siðprúðan og dugandi mánn, er árin líða. Og sagan skilur við hann sem bændahöfðingja og hreppstjóraefni sveitar- innar. Kaupið og lesið þessa fallegu sögu. Bókm fæst vafalaust hjá bóksölum út um land og hjá útgefandanum: Áma Ólafssyni, Njálsgötú 74 Reykjavík. J. H. Leiðréttingar. í grein minni „Árið um kring“ (í síðasta tölublað' Heimilisblaðsins) hafa fallið niður fáein orð. Síð' asta setningin á bls. 4 á að enda þannig: á mildun1 regndögum. Þar næst á svohljóðandi setning a, koma: En þegar sólin hnígur bak við hafsbrún 8 kyrrum sumarkvöldum, nær litskrúð náttúrunnar mestum ljóma. Á bls. 7, í sömu grein, stendur: „stjörnuskrýdda'1 stjörnuhimininn“, en á að vera: stjörnuskrýdda0 vetrarhimininn. E. E. 66 — HEIMILISBLAÐH)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.