Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 25
glasaglamur og brothljóð kváðu við og loft- glumdi af blótsyrðum. Þegar skarkalinn renaði lítið eitt, heyrðist ung stúlka veina °g otal karlmannaraddir skáru sig úr hinum, bölvandi og heimtandi ljós. Skyndilega beyrði Thomas þrumurödd, sem hann kann- aðist mæta vel við: „Lokið dyrunum!“ Um leið og þau Katherina skutust á bak Vlð forhengið, brauzt geisli frá vasaljósi gegn- um myrkrið að baki þeim. Þau stóðu úti á §angi, og þjónn rakst á Katherinu, svo að hún hallaðist upp að Thomas. Maðurinn vein- aði upp yfir sig, en þau brutust áfram leiðar Sinnar. Hann greip eftir Katherinu, en Thom- as sló til hans, svo að hann féll í gólfið. Þau fálmuðu sig áfram, komust inn í eldhúsið, bar sem einhver eldasveinanna var að reyna að kveikja á kerti, en matsveinninn, sem sneri baki að þeim, virtist ekki verða þeirra yar. Þau hröðuðu för sinni eftir gangi og út | húsagarð. Fyrr enda hans varpaði götu- Josker birtu sinni yfir steinana, og þar sást °Ua fyrir mannveru. Þau tóku á rás að hliði, sem enn var op- Jö. Einkennisklæddur negri stóð þar og rabb- a®i við einhvern fyrir utan. Þegar þau komu a^ hliðinu, sneri hann sér að þeim, en áður en hann gat skellt hliðinu aftur, hafði Thom- as slegið hann niður, og þau Katherina flýttu Ser út á götuna. Einhver heyrðist kalla að baki þeim, og negrinn svaraði með háu hrópi, en nú voru au komin út á götu, og þar þekkti Thomas sig. binginn var sjáanlegur, ekki heldur lög- ^egluþjónn, en skammt frá beið bifreiðin hans. i , ,^ann tók í handlegginn á Katherinu og Jóp að bifreiðinni. , sagði hann og reif hurðina upp og s bkk inn á eftir henni. „Hvert á ég að aka?“ >>Skiftir ekki máli. Flýtið yður bara. Við ^gum engan tíma missa.“ að var líka rétt. Um leið og Thomas 6tJ lykilinn í, sá hann mann koma hlaup- n i til þeirra og nokkra fleiri út um hliðið. . hann æki beint áfram, stefndi hann lnanninn, og varð auk þess að fara fram Ja hliðinu, en um annað var ekki að gera. Það gafst enginn tími til þess að snúa við í þröngri götunni. Vélin tók samstundis við sér, en maður- inn var aðeins nokkur skref í burtu, þegar Thomas ók af stað. Hann þekkti þarna manninn með glæpamannsfésið. Um leið og hann tók undir sig stökk, steig Thomas fast á benzíngjafann. Maðurinn hafði reiknað með að ná taki á hurðarhúninum, en þegar bifreiðin tók þennan rykk lenti hann á aft- urbrettinu, og eftir öskrinu í honum að dæma, hafði sá árekstur orðið harla ómjúk- ur. Thomas jók hraðann. Um leið og bifreiðin þaut framhjá hliðinu, sá hann föla manninn í bjarma ljóskersins. Andlit hans var líkast grímu, með lifandi augum. „Hvert á ég nú að fara?“ spurði Thomas móður. „Fyrst um sinn beint áfram. Ég skal segja þér til. Kveiktu ljósin“. Thomas gerði, eins og hún bað. „Beygðu til vinstri, þegar við erum komin fyrir torgið, síðan beint áfram og svo til vinstri aftur“. Thomas beygði, og þau þutu áfram eftir mannlausri götunni, og síðan enn til vinstri. Klukka heyrðist slá. Hægra megin við þau sá Thomas grilla í nokkur skipsmöstur. „Aktu alt hvað þú getur“, sagði Katherina, „þeir eiga afburða hraðskreiða bifreið, og ég sá þegar Júdas hljóp af stað til að sækja hana“. Þótt hún virtist vera róleg, var hræðslu- svipur á andliti hennar. Hann sá andlit henn- ar vel í bjarma götuljósanna, því að hún sneri sér við í sætinu til að fylgjast með aft- urrúðunni. Þau þutu áfram eftir þröngum götum og krókóttum, en Katherina vísaði veginn. Þeg- ar þau loksins komu út úr bænum, lá veg- urinn þráðbeinn framundan, og þar var hægt að auka hraðann til muna. Hraðamælirinn sýndi hundrað og tíu meðan þau þutu áfram niður aflíðandi hæð, og Thomas minnkaði benzíngjöfina. „Fljótt, fljótt!“ sagði Katherina. „Ég sé ljósin á bifreiðinni þeirra. Þeir geta ekki ver- ið langt undan“. Næstu sjö—átta kílómetrarnir virtust samfeld röð bæja og girðinga. „Við komum bráðum inn í lítið þorp“, HEIMILISBLAÐIÐ — 69

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.