Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 34
Litli drengurinn kom hlaupandi inn með frétt- irnar. — Mamma, það er komið pínulítið barn hérna í næsta húsi, og konan er hræðilega veik. — Jæja, vinur. — Þú verður að koma strax til hennar, mamma, því að hún er fárveik og liggur í rúminu. — Ég veit það. Ég skrepp þangað kannske á morgun, þegar henni er farið að líða betur. — En hún er fárveik núna, sagði drengurinn. Þú ættir að koma undir eins, mamma. — Ég held nú samt, að það sé betra að ég bíði með það, þangað til hún,er farin að hressast ofur- lítið. Drengurinn botnaði ekkert í þessari tregðu mðmmu sinnar, en loksins virtist hann renna grun í, af hverju hún stafaði, því að hann hrópaði upp: — Þú þarft ekki að vera hrædd, mamma. Þetta er ekki smitandi. Áhugasamur laxveiðimaður var að segja vinum sínum frá laxá einni norður í landi, sem hann hafði í huga að fá leigða. — Er nokkur lax í henni? spurði einn vinurinn. — Þeir skipta þúsundum, sagði veiðimaðurinn. — Eru þeir þá ekki tregir að bíta á? spurði ann- ar vinur hans. — Það er nú eitthvað annað. Þeir eru svo gráð- ugir, að maður verður að fela sig bak við klett, meðan maður er að láta beituna á krókinn. Tveir Ameríkanar fóru inn í kirkjugarð, til að leggja blómsveim á leiði eins vinar síns. Skammt þaðan sáu þeir Japana leggja hrísgrjón á leiði eins landa síns. Þá spurði annar Ameríkaninn: — Hvenær býstu við vini þínum til að borða hrísgrjónin ? — Um svipað leyti og vinur ykkar kemur til að þefa af blómunum, svaraði Japaninn. — Og mundu nú, Jonni, að það er draugur i dimma skápnum, þar sem ég geymi kökurnar. Jonni: — Það er einkennilegt, að þú skulir aldrei kenna þessum draug þínum um, þegar eitthvað hverfur af kökunum þínum, en alltaf mér. Maður nokkur hafði fallið í dá, svo að sumir vinir hans héldu, að hann væri látinn. Samt rank- aði hann það snemma við, að hann var ekki kvik- settur, og var hann þá spurður, hvernig honuffl hefði liðið, þar sem menn hefðu haldið, að hann væri dáinn. — Dáinn? hrópaði hann. Ég var ekki dáinn. Ég vissi alltaf af mér, og ég vissi, að ég var ekki dáinn, því að mér var kalt á fótunum og ég var svangur. — En var það nóg til að sannfæra þig um, að þú værir ekki dáinn? spurði einn vinurinn. — Já, ég vissi nefnilega, að ef ég væri á himn- um, þá væri ég ekki svangur, en ef ég væri á hin- um staðnum, þá væri mér ekki kalt á fótunuffl- farið úr bílnum og falið yður, meðan ég vek hann. Þá þarf hann ekki að sjá yður.“ „Ætli það sé ekki bezt að taka benzínið í einhverju þorpinu?" Hún tók fram landa- bréfið. „Við erum skammt frá Volet. Þar getur vel verið afgreiðsla, sem opin er allan sólarhringinn. Þar eru þó alltaf fleiri af- greiðslur en ein. Það eru afskekktu benzín- stöðvarnar, sem eru hvað hættulegastar“. Átján mínútum síðar óku þau inn í Volet. Þau óku hægt um göturnar og skyggndust um til hægri og vinstri, niður eftir hliðar- götum. Fyrir enda götunnar var torg, og við það stóð snoturt hótel. Hjá hótelinu var bifreiðaskúr og benzíntankur. Skúrdymar voru opnar og framan við tankinn stóð bif- beið, sem verið var að láta benzín á. „Þetta hlýtur að vera einhver hótelgestanna“, sagði Katherina. Thomas stanzaði hinum megin götunnar og beið þangað til búið var að láta á hina bifreiðina. Afgreiðslumaðurinn skrúfaði lok- ið á og festi dæluna. Bifreiðin ók hægt af stað. Thomas beið þangað til hún var komin úr augsýn. Þá ók hann yfir torgið og að tanknum. Afgreiðslumaðurinn kom o% Thomas bað um benzín. Maðurinn starði a hann. Katherina hvíslaði að honum í ofboði að benzín héti essence á frönsku. Thomas sat kyrr í bifreiðinni, meðan hann fylgdist með örinni á benzínmælinum og tók upp veskið sitt. „Hversu mikið á ég að borga honum? hvíslaði hann. Katherina svaraði ekki, og þegar honum varð litið á hana, vissi hann, að eitthvað var að. Hún var náhvít í framan. Hún hélt niðri i sér andanum, og stundarkom lokaði hún augunum. „Hvað er að?“ spurði Thomas órólegur- „Hvað gengur að yður? Eruð þér veikar?“ Hún svaraði ekki, heldur opnaði augun og sneri höfðinu til vinstri. Thomas elti augna' ráð hennar. Uppi á þvottaplaninu fossaði vatn ur vatnsslöngu. Þar stóð rennvot bifreið. Það var kraftmikil Merkúr-bifreið, — bif' reið Shamers. Bifreiðin, sem var að leúa þeirra! Framhald £ næsta blaði. 78 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.