Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 30
188 S. G.: Kirkjubyggingar. Kirkjuritið. og gereyddist nýbygð fyrir rúmum 50 árum. Var hún þá bygð upp aftur fátæklega og alveg' í skuld. Þá skuld gat hún aldrei greitt; tekjur hennar svo litlar; söfnuður inn- an við 100 manns. Fyrir 7 árum tók söfnuðurinn við henni. Gaf þá fyrverandi kirkjubóndi upp skuldina og greiddi þar að auki fult álag á kirkjuhúsið. Nú þarf kirkja þessi bráðlegrar endurnýjunar. Söfnuðurinn þráir að geta komið upp nýrri kirkju, en efnin skortir, og lán fæst ekki til muna, söfnuðurinn svo fámennur til að greiða vexti og afborganir. Þó verður ekki sagt, að liann sé að- gerðalaus, því að auk þess að kosta kirkjugarðsumbót og stækkun (c. 800 kr.) og leggja kirkjunni lil barmoníum (1000 kr.), befir liann bjálpað kirkjunni að eignast á þessum árum sjóð, hartnær 5000 kr. Hefir sum árin engin kirkja (nema Strandarkirkja) lagt meira í Hinn almenna kirkjusjóð. En þetta nær þó skamt. Nauðsyn endurbyggingar kirkju þessarar er enn meiri fyrir það, að héraðsskóli er nú staðfestur orðinn á Núpi, og með honum þorpsmyndun í byrjun. Sá er þetta ritar veit af eigin reynd, bve dýrmætt það er skóla, að liafa aðlaðandi kirkju við lilið sér, og með því að nú sækir fjöldi gesta á þennan slað, veldur annað lmeyksli. Það er sárt að lieyra, að kirkjan sé aumleg meðal húsanna, sem nú rísa þar upp raunalegt tákn nútíma-hugsunar- liáttarins. Kirkja þessi þarf raunar ekki að vera stór, en bún verður að samsvara ákvörðun sinni og stöðu. Tiu til tólf þúsund krónur er Iiið minsta, sem jmrfa mundi lil byggingar sæmilegrar kirkju. Þess var reyndar streng't heit í einu hljóði á síðasta safnaðarfundi, að kirkja skyldi byg'gjast á næsta sumri, en hvernig — jiað vissi víst enginn. Verður að trúa þeirri gömlu góðu setningu, að „Guð hjálpar þeim, sem vill bjálpa sér sjálfur“, og reyna að vinna til fyrirbeits bennar. Skrifað i sept. 1936. Sigtnjggur Guðlaugsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.