Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 41
Kirkjuritið. Erlendar fréttir. 199 Vér 20. aldar ÞjóSverjar eigum að varpa krossinum burt og snúa aftur til Ijósdýrkunar forfeðra vorra“. Þetta var framsöguræðan og henni tekið með þökkum. Næst tók til máls ung og fatleg stúlka. Hún talaði lágt, en svo skýrt og með svo miklum áherzluþunga, að heyrðist út í hvern krók og kima á fundarsalnum: „Það er ekki til nein Ijóstrú fegurri hér á jörð en boðskapur- inn um Jesú Krist, hinn krossfesta og upprisna son Guðs. Og |)að er engin þjóð, sem hefir átt meiri hæfileika en Germanir til þess að veita honum viðtöku. Flestir ættflokkar Germana hafa tekið kristni af fúsum og frjálsum vilja, þá er þeir höfðu mist trú sína á gömlu goðin. Það er ekki satt, að Þjóðverjar þekki hvorki iðrun né synd. Þeir finna einmitt dýpra til sektar sinnar en aðrar þjóðir, eins <>g benda má á í skáldritum þeirra, t. d. í Faust. Hver maður, sem skygnist niður í djú]> sálar sinnar af fullri einlægni, sér sök sína. Ég veit, að í mér býr ekki gott eitt, heldur einnig ilt, ekki aðeins ljós, heldur einnig myrkur, og ég breyti ekki altaf rétt, heldur einnig rangt. En ég veit jafnframt, að kraftur Jesú Krists megnar að vinna sigur á því, sem er ilt í mér, og gjöra mig að nýjum og hreinum manni. Þetta er reynsla þýzkra and- ans manna, sem dýpst hafa lagst. Nei, þeir voru engir vesalingar, sem létu ljós Krists lýsa sér. Var Lúter aumingi þar sem hann stóð í Worms og játaði trú sína framnii fyrir öllum heiminum? Var Bach hræsnari, er hann gaf þjoð sinni dýrlegustu þýzku lögin um píslir Krists? Hugsið um Hindenburg, hetjuna. Hann þektum vér öll. Hann lifði og dó meðal vor sem kristinn maður. Var máttur hans brotinn á bak aftur? Þúsundir. göfugra karla ok kvenna Þýzkalands hafa lifað í krafti Krists og dáið í trú á hann. Nýja testamentið var bókin, sem menn tóku einkum með sér í stríðið. Vér Þjóðverjar 20. aldar getum ekki horfið aftur til náttúrutrúarbragða forfeðra vorra. Sú hugmynd er vanskapnaður, að ætla sér að ýta þjóð okkar aftur á bak um 20 aldir. En vér getum öðlast á ný sam- félag við Krist og helgað lionum alt trúarlíf vort“. .-í. fí. Gustaf Adolf Deissmann. 5. april s. 1. lézt próf. fí. .4. Deissmann í Berlín. Þar með er horfinn sýnum einn af brautryðjendum bibliuvísindanna. Deissmann var fæddur 18(50, varð prófessor í Nýja-testamenl-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.