Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 39
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. 197 Laus prestaköll auglýst til umsóknar. Þessi prestaköll hafa nú verið auglýst af biskupi landsins: 1. Brjánslœkjar-prestakall í Barðastrandarprófastsdæmi. 2. Glaumbæjar-prestakall í Skagafjarðarprófastsdæmi. 3. Háls-prestakali í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi. 4. Hofs-prestakall í Suður-Múlaprófastsdæmi. 5. Hofteigs-prestakall í Norður-Múlaprófastsdæmi. (>. Hvamms-prestakall í Laxárdal í Skagafjarðarprófastsdæmi. V. Kirkjubæjarklausturs-prestakall í V.-Skaftafellsprófastsdæmi. 8. Sandfells-prestakall í Öræfum i A.-Skaftafellsprófastsdæmi. 9. Skeggjastaða-prestakall í Norður-Múlaprófastsdæmi. 10. Staðar-prestakall í Aðalvik í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi. 11. Stafholts-prestakall í Mýraprófastsdæmi. 12. Viðvíkur-prestakall í Skagafjarðarprófastsdæmi. Umsóknarfrestur er til 15. júní, og veitast prestaköllin upp úr kosningu. -- Þingvalla-prestakall hefir ekki enn verið aug- lýst. Prestastefnan. er boðuð að þessu sinni fimtud., föstud. og laugard., 1.—3. júli hér i Reykjavík. Sunnudaginn 4. júli er áformað, að biskup landsins vígi séra Bjarna Jónsson dómkirkjuprest til vigslu- biskups í Skálholtsbiskupsdæmi. Aðalfundur Prestafélagsins verður að forfallalausu haldinn i sambandi við væntanlega biskupsvígslu á Norðurlandi, að líkindum snemma í septem- bermánuði. Verður hann auglýstur nánar síðar í Kirkjuritinu. Kirkjubygging í Laugarnesskólahverfi. Fastráðið hefir verið að hefja sem fyrsl á þessu sumri bygg- ingu nýrrar kirkju í Laugarnesskólahverfi. Hefir áhugi manna á þvi farið mjög vaxandi við farsælt prestsstarf séra Garðars Svavarssonar síðastliðinn vetur. Kirkjulegt félag útvarpshlustenda. Nýlega hefir verið stofnað liér í bænum af nær hundrað mönn- um kirkjulegt félag útvarpshlustenda. Það á að vera óháð öllum stjórnmálastefnum og tilgangur þess sá, að stuðla að því eftir megni, að Útvarpið efli sem mest kristnina í landinu og hvers- konar menningu andlega og siðferðilega. Er mjög eðlilegt, að slíkur félagsskapur rísi hér á landi eins og með öðrum menn- ingarþjóðum. Hann hefir víða farið hægt af stað, en glæðst fljótt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.