Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 40
198 Erlendar fréttir. Kirkjuritið. og vel. Þess er óskandi, að svo verði einnig á íslandi og þessi litli vísir megi dafna. Áhugi þeirra manna, sem málið hefir ver- ið borið undir, virðist eindregið benda til þess, og munu innan skamms verða haldnir fundir, þar sem almenningi býðst kostur á að ganga í félagið. Útvarpið sjálft hefir verið þess hvetjandi, að útvarpseigendur stofnuðu með sér félagsskap, og ætti því að geta orðið styrkur að þessu félagi, er því vex fiskur um hrygg. Á. G. ERLENDAR FRÉTTIR. Frá Rússlandi. Eftir nýjustu fréttum frá Rússlandi að dæma, virðist mjög hafa dregið úr guðleysishreyfingunni þar. Fyrir fáum árum voru 5 miljónir í guðleysisfélögunum, en nú eru þær ekki nema tvær. Nokkurum söfnum, sem ætlað var að breiða út guðleysi, hefir verið lokað, og einum þess konar skóla, er í voru 3000 nemendur. Helmingur þjóðarinnar mun standa í einhverju sambandi við kirkjuna og trúaráhugi glæðist meir en áður hjá ungu kynslóðinni. Við síðasta manntal hafa um 40 af hverju 100 talið sig aðhyllast einhverja trú, og getur það þó hæglega komið mönnum í ónáð hjá ríkisvaldinu. Alls reiknast svo til, að 30000 rétttrúaðir söfnuðir séu í Rússlandi. Guðleysisblöðin kvarta mjög yfir því, hve sóknin sé að linasl gegn trúnni. Þau finna, sem er, að erfitt verður að spyrna móti broddunum. Fyr eða síðar verður guðieysið að hrökkva und- an krafti kristindómsins. Trúmálaumræður á Þýzkalandi. Nýlega hefir verið birtur útdráttur úr tveimur ræðum, sem haldnar voru um trúmál á fundi í Þýzkalandi og þykja varpa björtu ljósi yfir trúarástandið þar. Fyrri ræðuna flutti hatrammur andstæðingur kristindómsins. Honum fórust svo orð: „Vér þörfnumst engrar fórnar fyrir syndir vorar. Þýzkt göf- ugmenni drýgir ekki synd, hirðir ekki um yfirbót né þarfnast neinnar náðar, ]jað stendur hnarreist frammi fyrir skapara sínum og innir frjálst af höndum þau æfihlutverk, sem hann hefir l'alið því. Þessi Asíutrúarbrögð, sem eru oss svo óskyld, hafa lamað þrótt vorn. Þau ala upp vesalmenni og hræsnara.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.