Kirkjuritið - 01.03.1938, Side 3

Kirkjuritið - 01.03.1938, Side 3
Kirkjuritið. SIGURÐUR P. SÍVERTSEN PRÓFESSOR OG YÍGSLUBISKUP. Kirkjuritinu er bæði ljúft og skvlt að minnast fyrv. ritstjóra síns og Prestafélagsritsins, sem alla æfi helg- íiði kristni landsins krafta sína óskifta með þeim liætti, að kirkju vorri mun endast lengi til lieilla og blessunar. I. Sigurður Sívertsen var fæddur 2. okt. 18(58 að Höfn í Borgarfirði. Bjuggu þar foreldrar hans, Pétur Sívertsen Sigurðsson, Bjarnasonar riddara Sívertsens, og seinni kona hans Steinunn Þorgrímsdóttir, prests Thorgrím- sens í Saurbæ, Guðmundssonar. Þau hjón voru systra- körn, Helgi biskup Tliordersen móðurhróðir beggja. Heimilið lá í þjóðbraut og var gestrisni þess við brugðið. Sigurður ólst þar upp öll bernskuárin til 10 ára aldurs. Hann unni Höfn mjög, enda er unaðsleg fegurðin í Hafnarskógi, og alt Borgarfjarðarbérað utanvert það- an að sjá svipmikið og frítt. En söguminningar miklar °g merkar eru við það tengdar. Niðri við sjóinn stend- nr höfðinn, þar sem Þangbrandur lagði að skipi sínu, er hann boðaði hér kristna trú. Mun Sigurði stund- nm liafa farið líkt því, er segir um Guðmund Arason i rcsku, að „honum var ger mítra og bagall og messuföt, kirkja og altari, og skyldi hann vera biskup í leiknum“. Óskin að fá að verða prestur fléttaðist í bernskuleiki hans og trú móður hans og kærleikslund studdi. Tíu ára gamall fór hann að Kálfatjörn á Vatnsleysu- strönd til séra Stefáns Tliorarensens og konu hans,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.