Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 9

Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 9
KRISTINDÓMURINN BREGZT ALDREI 7 snortin af honum eða ekki: Þjóðmálin, stjórnmálin, milli- ríkjamálin og yfirleitt skipulagsmálin i veröldinni. Helreyk heiðninnar hefir þannig lagt um hnöttinn allan. Og mennimir hafa viljað bjóða Guði allt annað en hið eina, sem hann krefst af þeim, hjarta þeirra, líf. Þeir hafa líkzt um of þeim, er Jesús ávitaði með þessum orðum: ,,Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt í burtu frá mér. Og til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna lærdóma, sem eru manna boðorð.“ Þeir hafa lagt megináherzlu á helgisiðina og guðsdýrkunina í kirkjunum, varajátningarnar og trúarlærdómana. Þeir hafa gjört sér í hugarlund, að það væri nóg til sáluhjálp- ar að segja: Herra, herra, án þess að gjöra vilja föður þeirra, sem er í himnunum. Þeir hafa valið sér þetta hlut- skipti og blekkt sér sýn, af því að þetta er svo óendan- lega létt hjá einu, sönnu játningunni, játningu starfsins, lífernisins, sem fyrir Guði gildir. Svo hörmulega hefir mannheimur brugðizt kristindóminum, einföldum og upp- haflegum fagnaðarboðskap frelsara síns, Jesú Krists. En hvarvetna þar sem hann hefir náð að dafna, þar hefir risið fegursti mannlifsgróður. Þvi að kristindómur- inn bregzt aldrei. 1 upphafi þessa árs hafa leiðtogar þjóðar vorrar á ýms- um sviðum mælt vamaðarorðum gegn þjóðarvoða, er nú kunni að steðja að, svo framarlega sem oss bresti sam- hug og samtök. Og vafalaust hafa þeir rétt fyrir sér. Ef til vill er krappasta sigling framundan, svo að öll þjóð- in verður að hafa uppi árar á bæði borð og áralag, ef vel á að fara. Vér verðum að sameina krafta vora með fulltingi krist- indómsins í fullu trausti þess, að hann bregzt aldrei. Það er fyrst og fremst hlutverk kirkjunnar að vinna að því. En kirkjan eru allir þeir, sem vilja af alhug eiga Jesú Krist að leiðtoga og frelsara. Sú kirkja má ekki vera sjálfri sér sundurþykk. Hún má ekki klofna um varajátningar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.