Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 26

Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 26
Séra Sigurjón Jónsson: Líí og heill. Bæða flutt við vígslu Möðrudals- kirkju 4. sept. 1949. 5. Mós. 30,15: „Sjá, ég hefi í dag lagt fyrir yður líf og heiTl" „Sjá, ég hefi í dag lagt fyrir yður líf og heill“. Þannig ávarpar spámaðurinn Móse þjóð sína, um leið og hann leggur lögmál Guðs fyrir hana, og hvetur til hlýðni við það. Hann vissi vel, eins og vér vísast vitum öll, að það er hætta á ferð og lögmál hans eru að engu höfð. Á þetta hefir kristin kirkja sífellt bent, og það er ekki hennar sök, þó að farið hafi stundum verr en skyldi. Kirkja Krists stendur mitt í hverfleika áranna sem ævar- andi tákn um þá hina miklu sókn, er sækir sífellt fram með boðskap sinn um líf og heill öllum mönnum til handa. Og hún telur sig enn hafa umráðarétt yfir veigamiklum vegsögu-mætti í þessum efnum. 1 trausti þessarar sannreyndar, og á grundvelli hennar, hefir á þessum fagra stað, á rústum hruninna helgidóma, risið nýtt musteri mun veglegra en nokkurt hið fyrra, er þar hefir staðið. Er það talandi vottur um tvennt í senn: Vaxandi mat á gildi trúar, og: Aukins næmleika fyrir uppeldislegri nytsemi listar. Frá efsta byggðu bóli á Is- landi starir nú þessi fagra, litla kirkja inn í kvölddýrðina,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.