Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 31

Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 31
LÍF OG HEILL 29 þó í þessu sambandi að fá úr því skorið, hversu margir íslenzkir kennimenn treystu sér til þess að fara með Móse lögmál á stólinn, og flytja það þar frá upphafi til enda sem „hreint og ómengað Guðs orð“, og að loknum lestri hafa yfir sömu orðin og Móse, um leið og hann afhenti þjóð sinni nefnt. lögmál: „Sjá, ég hefi í dag lagt fyrir yður líf og heill“. Með tilliti til þess tíma, sem Móse var uppi á, efumst vér ekki um einlægni hans. En vér verð- um að telja eitthvað athugavert við dómgreind þeirra manna, sem á vorum tímum geta tileinkað sér lögmál hans sem „hreint og ómengað guðsorð", eða þá að draga verður í efa heilindi þeirra. Öbrjáluð kristin lífssýn harmar það ekki, þótt Móse- lögmál máist að trúargildi, og telur sjálfsagt, að því sé skipaður sess, þar sem það á heima, svo sem á fornskjala- söfnum og geymist þar, ásamt öðrum merkum skjölum. Og vafalaust yrði heimurinn ekki guðslögmálalaus, þótt Móse-lögmál yrði tekið úr umferð. Lögmál Guðs standa fastari fótum en svo. Enda eru þau ekki smíðuð í þing- deildum, sem búa til lög í dag og nema þau úr gildi á morgun. Lög hans vara að eilífu. Fyrir því geta þau hvorki brunnið með bók eða brotnað með steintöflum. Enda eru þau skráð á öruggari stað. Þau eru letruð á hjarta heims- ins, og þar með greypt inn i veru hans. Enginn skyldi œtla, að þau stæðu þar sem hver önnur markleysa. Held- ur munu þau beinlínis vera sett þar sem frumdrættir að þeirri meginátt, sem lífið eigi að taka á rás þess fram í gegnum árin. Og nú skulum vér skoða kjamann í lögmáli hans: Skoðið örsmæðina, þar sem tvö hin andstæðustu öfl, sem hugsazt getur, búa saman í friði; og Guð launar slíkt sambýli með vemd. Skoðið grös vallar og viði Jarðar. Þar skýlir hvert stráið öðru, og hver hríslan annarri, þótt af fjarskyldu bergi séu brotin. Er varnarbandalag við- anna það sterkt, að skæðustu óvinir þess, smákvikindin, fyrirgera lífi sínu um leið og þau gera tilraun til árásar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.