Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 44

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 44
Séra Halldór Einar Johnson, In memoriam. Hann var, eins og kunnugt er, einn þeirra, sem fórust með m.s. „Helga“ við Vestmannaeyjar. Séra Halldór fæddist að Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði 12. sept. 1885. Foreldrar hans voru Jón Jóns- son Sveinssonar prests á Kálfafellsstað og Ingunn Björns- dóttir. Hún var systir Símonar Dalaskálds. Hann ólst upp með ömmu sinni, Guðrúnu Sölvadóttur frá Steiná á Reykja- strönd, og manni hennar Jóni Jónssyni frá Skrapatungu i Gönguskörðum. Árið 1904 innritaðist hann í gagnfræða- skóla Akureyrar og stundaði þar nám í tvö ár. Til Vestur- heims fluttist hann 1907 og var til heimilis í Dakota til 1917. Stundaði hann í 4 ár nám í Valparisio University og útskrifaðist þaðan sem B. Sc. Næstu árin stundaði hann guðfræðinám við lútherska prestaskólann í Chi- cago og lauk þar prófi 1917. Vigðist hann þá prestur til Leslie, Sask., og starfaði þar í 4 ár. Árið 1923 fékk hann köllun frá Blaine og Point Roberts- söfnuðum vestur við Kyrrahaf og fluttist þangað sama ár. Var hann alllengi hin síðari æviár prestur hjá Samein- aða íslenzka kirkjufélaginu. Séra Halldór var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Þóra Jónsdóttir, ættuð úr Borgar- firði syðra. Lézt hún í Blaine 1924. öðru sinni kvæntist hann Matthildi Þórðardóttur frá Hattardal. Að henni lát- inni kvæntist séra Halldór Jenny Johnsen, og lifir hún mann sinn, ásamt einni fósturdóttur og 3 stjúpbörnum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.