Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 60

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 60
58 KIRKJURITIÐ presti: Látum einn hafa þessa aðferð til þess og annan hina, en gleymum því ekki, að hinar mismunandi stefnur innan krist- indómsins eru eins konar björgunarbátar á hafi mannlífsins, og látum það ekki henda áhafnirnar á þessum bátum, að þær kasti grjóti hver til annarrar og sökkvi hver annarri. Eftir borðhaldið var gengið til kirkju, ekki þó til að hlýða messu, heldur til að skoða kirkjuna og gripi hennar. Það finnst ekki sú kirkja í Danmörku, sem ekki á í fórum sínum alls kyns dýrmæta og fagra gripi, sem gaman er að skoða og stolt staðarmanna að sýna. Og ósjálfrátt verður manni að gera samanburð á kirkjunum hér og aðbúnaði þeirra og kirkj- unum heima. Og það getur verið, að sá samanburður komi manni til að roðna og finnast menningu þjóðar sinnar gerð vansæmd með ástandi kirknanna, eins og það er víða. Þegar maður virðir fyrir sér hinar fögru og stílhreinu dönsku kirkj- ur, búnar fögrum gripum, frá útskornum prédikunarstólum, kalkmálverkum um öll loft, til logagylltra djásna svo sem silfurflúraðra kaleika, og margs kyns skrauts, sem vottar virðingu safnaðanna fyrir trú sinni og skilning þeirra á að skapa það umhverfi um helgiþjónustuna, sem lyftir í æðra veldi, — þá getur ekki farið hjá því, að fram í hugann komi mynd af hrörlegum timburkirkjum, allslausum, sem kannske eiga ekki svo mikið sem skírnarfont eða altarisklæði. Og enn ömurlegri verður þessi mismunur, þegar hitt er vitað, að fyrr á tímum voru íslenzku kirkjumar mjög vel búnar að gripum, og ekki síður en kirkjumar í nágrannalöndunum, áður en það varð tízka að ræna og rupla öllu fémætu frá kirkjunum og selja úr landi. Og þrátt fyrir endurheimt frelsi höfum við ekki enn endurheimt stolt okkar og virðingu fyrir kirkjunum, að ekki sé minnzt á kirkjugarðana. — En kirkjan í Melby, tiltölulega lítilli og fámennri sókn, bar vott um þetta stolt og þessa virðingu. Og hversu ég öfunda dönsku prestana af að fá að starfa í slíku umhverfi og við slíkar aðstæður. Ekki sízt öfunda ég þá af fögru skírnarfontunum, þessum stóru, úthöggnu steinbáknum, svo stórum, að dýfa mátti baminu niður í skírnarlaugina, meðan niðurdýfingarskím tíðk- aðist í kirkjunum. Það var þá líka um þessa skímarfonta, að Pétur Palladius biskup gaf hina fögru tilskipan, að presturinn skyldi sjá um, að vatnið í skírnarlauginni væri sæmilega volgt,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.