Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 8

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 8
214 KIRKJURITIÐ um englaboðskapinn: „Dýrð sé Guði í upphæðum og frið- ur á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþókn- un á.“ Þetta er sjónin, sem blasir við augum hvers kristins manns á þessu heilaga kvöldi. Um þremur öldum síðar var byggð á þessum sama stað vegleg kirkja. Or kór hennar liggja þröngar tröppur nið- ur að fæðingarbeðnum. Þar er nú ekki jata lengur, held- ur skrautleg vagga og yfir henni silfurstjarna. Umhverf- is hana logar sífellt ljós á 32 lömpum, sem aldrei hefir slokknað á, síðan kirkjan var byggð. En síðan eru 16 ald- ir. En eins og stendur í kvæði listaskáldsins góða: „Lágum hlífir hulinn verndarkraftur hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur“, svo má einnig segja um fæðingarjötuna og fæðingarkirkj- una í Betlehem. Þar hefir fjölmargt skeð á liðnum 19 öld- um. Óteljandi styrjaldir hafa geisað þar, nærliggjandi hér- að og þorpið sjálft hefir þrásinnis verið í höndum martna, sem ekkert var heilagt. Betlehemsþorp hefir oft verið brennt og eytt, svo að ekki hefir þar staðið steinn yfir steini, en fæðingarbeður jólabarnsins, mannkynsfrelsar- ans, hefir staðið af sér alla storma mannkynssögunnar. Heilög vemd hvílir yfir honum. Ljósin loga þar jafnskært og hafa aldrei sloknað, þrátt fyrir myrkur og hríðar þær, sem utan kirkjuveggjanna hafa geisað. Þar hefir ríkt ei- lífur, himneskur friður og ljós. Þetta er táknrænt. Sá, sem þarna fæddist, var friðar- höfðingi og ljósberinn mesti, sem á jörðu hefir fæðzt. Hann flutti með sér ljós af himni og vildi setja frið og sættir milli syndugs mannkyns og máttarvalda himinsins. Eins og Ijósið við fæðingarbeðinn logar enn eins og það var kveikt í öndverðu, þá logar ljós hans himnesku opin- berunar mönnunum enn, og mun alltaf loga, meðan nokk- ur skuggi andlegs myrkurs og synda grúfir yfir villuráf- andi mannkyni. Þetta er það, sem sameinar hugi allra

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.