Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 10
200 KIRKJURITIÐ kalda stríð. Nú vonum vér, að við vaxandi kynni og samskipti með þjóðunum megi nýr dagur renna upp við birtu Guðs sólar yfir hrjáða jörð: Sælu njótandi, sverðin brjótandi, faðmist fjarlægir lýðir. Guðs riki drottni, dauðans vald þrotni. Komi kærleikans tíðir. Kærleikurinn byggir upp. Vér komum hér saman til þess að hlýða á þennan stutta texta við guðsþjónustu, sem haldin er í sambandi við komu konungs Danmerkur og drottningar til ís- lands. Vér þökkum þeim af alhug komu þeirra og metum hana mjög mikils. Þau hafa einnig áður veitt oss sömu gleði. Herra konungur og göfuga drottning. Vér vitum, að heim- sókn yðar er merki um vináttu ykkar til þjóðar vorrar og lands vors og að þið óskið þess, að andi kærleikans megi á komandi tímum byggja upp — göfga og styrkja samband og samskipti með Danmörku og íslandi. Þið hafið með komu ykkar tekið — svo að aldrei gleymist — undir orðin konunglegu og bróður- kveðjuna, sem faðir konungsins, Kristján konungur tíundi, sendi oss til Þingvalla fyrir nær tólf árum. Þau hljóðuðu þannig og vöktu oss djúpa gleði: „Ég óska íslenzku þjóðinni allra heilla á ókomnum tímum og vona, að þau bönd, sem tengja ísland við hin Norðurlöndin, megi styrkjast um aldir.“ Kærleikans Guð hefir knýtt þessi bönd, skapari vor, hann, sem hefir látið norrænar þjóðir vaxa af sömu rót og mæla á sömu tungu og sett þeim sameiginlegt hlutverk að vinna að á Norður- löndum. En þó hafa þær oft verið á öndverðum meiði hver við aðra og jafnvel mælzt við á sverðstungum. Og sambandið milli Danmerkur og íslands á liðnum öldum hefir ekki verið svo sem vera ætti. En vér viljum á komandi tímum læra betur en áður að skilja, að Danir eru vinir vorir og bræður, og fara eftir því ráði, sem oss er gefið í einu af fornkvæðum vorum:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.