Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 26
Læknirinn og leiðsögumaður hans Einu sinni var læknir, sem var ákaflega svimagjarnt. Dag nokkum þurfti hann að fara mjög langa leið til sjúklings. \7egurinn lá yfir hátt og hættulegt klif. Það var komið kvöld, þegar læknirinn kom í þorp eitt við ræt- ur fjallsins, sem klifið var í. „Við verðum að hraða okkur strax yfir fjallið, sagði leiðsögu- maður hans. „Ekki í kvöld, það er orðið svo dimmt“, sagði læknir- inn. En leiðsögumaðurinn var einbeittur, og þeir héldu því strax áfram. Það var orðið aldimmt, þegar þeir komu upp í fjallið. „Gakktu fast við hönd mér,“ sagði fylgdarmaðurinn. Treystu því, að ég rata, þótt þú getir ekki einu sinni séð mig í myrkrinu.“ Svona gengu þeir alla nóttina, unz skyndilega birti af degi og sólin gægðist yfir sjóndeildarhringinn. „Líttu nú til baka,“ sagði leiðsögumaðurinn. Og lækninum varð litið upp í snarbratt fjallið, þar sem mótaði fyrir götunni eins og mjóum þræði yfir þverhníptum gljúfrum. „En,“ stamaði hann, „ég mundi aldrei hafa þorað yfir fjallið, ef ég hefði séð, hve þetta er hátt og hryllilega tæpt.“ „Það var nú einmitt þess vegna, sem ég valdi myrkrið,“ sagði fylgdarmaðurinn brosandi. „Þá gaztu ekki séð hengiflugið. Þú gazt ekki einu sinni séð mig. En þú treystir fylgd hins ósýnilega leiðsögumanns, og því erum við nú komnir yfir þennan hættulega veg og þér ætlað mikið hlutverk." Arelíus Níelsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.