Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 15
VARNIR GEGN GLÆPARITUM 205 Ef til þess kæmi, að settar yrðu liér á landi hömlur við utgafu eða dreifingu siðspillandi rita, myndu glæpamyndaheftin og glæpatímaritin einkum koma til álita. III. Ég kem þá að þeirri veigamiklu spurningu, hvort í raun og veru sé ástæða til að ætla, að framangreind rit hafi siðspillandi áhrif á börn og unglinga, sem kunna að kaupa þau og lesa. Þó að merkilegt megi virðast, hafa ýmsir, þar á meðal sálfræðingar og læknar, einkum í Ameríku, haldið uppi vörnum fyrir þess- ar bókmenntir, bæði í ræðu og riti. Þar sem glæpamyndaheftin gefa mikinn arð og geysimikið fjármagn er bundið í útgáfu þeirra, er ekki hægt að verjast þeirri hugsun, að sumt af þess- um vörnum sé fengið gegn borgun. Þessir menn halda því fram, að glæparit og glæpamyndir gefi áskapaðri grimmdarhneigð eða ofbeldishneigð barna eðlilega og meinlausa útrás. Mér virð- ist heilbrigð skynsemi mæla í gegn þessu, og yfirgnæfandi þorri foreldra og skólakennara mun vera fjarri því að fallast á þessa skoðun. Það má vel vera, að í hverju barni sé vísir að ofbeldis- hneigð eða jafnvel grimmd, en þann frjóanga ber frekar að reyna að kæfa með heilbrigðu, siðferðilegu uppeldi heldur en að hlua að honum með því að láta barnið lífa og hrærast í hinu ogeðs- iegasta glæpaloftslagi, meðan hugsunarlíf þess og viðhorf gagn- vart umheiminum er að mótast. Það mun vera einróma alit skola- kennara hér á landi og erlendis, að glæparit vinni gegn viðleitni þeirra til að efla siðferðisvitund barnanna og vekja hja þeim uiannúðarhugsjónir. Um glæpamyndaritin má geta þess, að ame- nskir kennarar telja þau draga mjög úr lestrarlöngum barna, uieð því að auðveldara er að skoða myndir en að lesa texta. Það er að vísu oftast erfitt að færa sönnur á, að tiltekin af- brot barna eða unglinga megi rekja til lestrar þeirra á sögum eða frásögnum um ofbeldisverk eða glæpi. Hin innri þróun hug- arfarsins er oftast hulin sjónum manna. Ég hygg þó, að ennþá erfiðara verði að sanna, að lestur slíkra rita sé unglingum hollur °g að hann eyði hjá þeini glæpahneigð, sem ella hefði brotizt út í verki.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.