Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1957, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.10.1957, Qupperneq 11
SÖNGUR NORNANNA 345 að etja. Konan liafði spurt í öngum sínum og örvæntingu: „Hvemig stendur á öllu þessu óláni og allri þessari synd? Ræður Guð ekki við neitt? Eða er hann vondur?" Það er þá, sem sr. Þorvaldur segir lienni æfintýrið. Það er um engil, sem fer niður til jarðarinnar til að kynna sér hagi mannanna. Að 'lokinni för gefur hann Drottni allsherjar skýrslu, og talar um margt, sem aflaga fari. Loks spyr Guð: „Hvað er lakast?“ „Syndin,“ segir engillinn. „Mennirnir eru svo vondir, þeir hirða ekk- ert um þig. Og þeir gera hver öðrum svo mikið mein.‘ Það er þá, sem Drottinn segir: „En ég er sjálfur í syndinni." Þá féll engillinn fram á ásjónu sina fyrir miskunnsemdanna föður, sem hafði tekið sér bústað í öllu og líka í syndinni. Auðheyrt er á öllu, að sr. Þorvaldur er persóna að skapi höfundar. Hann lætur hann túlka á rnáli æfintýris sínar eigin skoðanir á eðli og tilveru Guðs. Enda hefir hann í ritgerð sinni, Kristur eða Þór, Ihaldið uppi vörn fyrir lífsskoðun þessarar guðshugmyndar. Milli þessara tveggja höfunda — j. Böhme og E. Kvarans — liggur djúp þriggja alda. Annar er borinn á tímum upplausnar í hugsun, hinn haldinn bjartsýni síns tíma á ágæti þróunarkenningar fyrirstríðsáranna. Á tímabilinu, sem milli þeirra liggur, höfðu menn sannarlega deilt Ulu hina margflóknu gátu góðs og ills, metið og vegið öll rök með og móti 0g brugðið til beggja skauta um niðurstöðux. Ekki ómerkari guð- fræðingar en þeir Daub, Dorner og Martensen reyndu að slá vörð unr hina fornu, hefðbundnu trú á veldin tvö, og hinn frægi ameríski heim- spekingur, William James, tekið í sama streng. En straumur tímaris virðist þó Imíga í aðra átt. Ritsehl, mjög lærður og áhrifamikill guðfræðingur, hafnar með öllu tru á persónulegan djöful en telur syndina þó í algerri andstöðu við Gnð. Hún myndi með tilstyrk vondra, hrösulla manna einskonar riki gegn V(hh Guðs. Mjög nrargir nútímaguðfræðingar munu telja sig lærisveina hans. A þessu tímabili koma vísindin til skjalanna og varpa ljósi yfir margt l>að í ytri náttúru og sálarlifi manna, sem áður var talið í ætt við liöfð- ’ngja myrkursins. Þannig bar allt að sama brunni, hinum skuggalegu dráttum í svip og yfirbragði hins foma óvinar Guðs og manna fór eins og smáfækkandi. Rousseau hafði fullyrt, að hvert vöggubarn væri frá fæðingu gott,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.