Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 15

Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 15
KIRKJURITIÐ 61 orðið til þess, að kirkjurnar hafa falið Alkirkjuráðinu mikið kristilegt endurreisnarstarf í Evrópu eftir stríðið. Á fyrsta þingi Alkirkjuráðsins 1948 voru þessi „ekúmenisku“ málefni tekin til meðferðar. Á næsta þinginu, í Evanston í Bandaríkjunum 1954, varð kirkjunum það ljóst, að endurnýjun þurfti að vera samfara kristniboðinu, einingunni, boðskapnum á sviði félagsmálanna og þjónustunni. Fyllri eining verður nú að komast á en sú, að kirkjurnar færist aðeins nær hver annari eins og þær eru nú, vanþroska og vesælar. Þær verða að endurskapast og endur- nýjast. Ekúmeniska starfið í dag á að styrkja kirkjurnar til þess að endurnýjast, sameinast og reka kristniboð eins og Kristur ætlaðist til. Starf kirknanna á að vera það að „flytja fagnaðar- boðskapinn um ríkið um alla heimsbyggðina til vitnisburðar öllum þjóðum“ (Matth. 24,14). Fyrsta þing Alkirkjuráðsins 1948 markaði ný tímamót í lífi .,ekúmenisku“ hreyfingarinnar eða Alkirkjuhreyfingarinnar. Kirkjurnar sjálfar létu í ljós þrá sína á sterkari félagssamtök- um með því að senda kjörna fulltrúa sína á þingið. Áform þeirra og aðalstarf var það að stofna Alkirkjuráðið til þess að eiga alheimsstofnun, þar sem kirkjurnar gætu vaxið áfram að skilningi á sjónarmiðum hver annarrar og unnið sameigin- lega heit kirkjunnar að endurnýjun hennar, köllun og einingu. Næsta þingið sex árum síðar markaði einnig nýjan áfanga i alheimshreyfingunni. Þetta þing sátu eins og hið fyrra kjörn- ir fulltrúar kirknanna. En hlutverk þess var annað. Það átti að virða fyrir sér líf og köllun kirkjunnar í heild í ljósi þess, að „Kristur er von veraldarinnar“. Eundir og þing komandi ára munu láta alkirkjuhreyfinguna verða víðtækari og áhrifameiri. En einmitt nú verður að gjalda serstaka varúð við því, að alkirkjuhreyfingin verði ekki ein- skorðuð við Alkirkjuráðið né einstakar kirkjur þess. 1 stað þess verður að líta á hana eins og hreyfingu Heilags anda í mörg- urn myndum og á mörgum leiðum. Hvert er niarkmið AlkirkjuráSsins? Nýja testamentið leiðir í ljós margbreytni innan kirkjunnar, en heldur því jafnframt fram, að kirkjan sé ein, „líkami Krists“,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.