Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ 271 langt aftur í tímann, jafnvel aftur fyrir Krists daga. Á það ekki sízt við um það, sem ég hér nefni jarteinir og fyrirmyndanir, af því að hin útlendu orð, „allegoria“ og ,,typologia“, falla ekki sem hezt við íslenzkt mál. En hér er um að ræða tvær ólíkar og l>ó skvldar aðferðir við skýringar á sjálfri Ritningunni. Þær aðferðir eiga hins vegar langan aðdraganda í grískri og gyðing- Ifigri guðfræði. Kvæði Hómers, Ódysseifskviðu og Illíonskviðu Jiekkja allir Islendingar af hinum ágætu þýðinguni Sveinbjarnar Egilsson- ar. Þessi fornu goða- og hetjukvæði forn-Grikkja voru lengi talin til helgirita meðal Grikkja, og goðsagnirnar J)á skildar bókstaflega. Svo fór þó að lokum, að ýmsir grískir lieimspeking- ar tóku að véfengja hinar fornu helgisagnir, og töldu að eitt og annað, sem þar var sagt frá lífi goðanna, gæti ekki samrýmst hærri guðshugmyndum. Guðirnir liöfðu í fari sínu margt J>að, er fremur líktist ófullkomnum mönnum, og líf J)eirra bar vott um siðferðilega vankanta. — Á liinn bóginn höfðu hæði Hóm- erskvæðin og goðsagnirnar slíkt aðdráttarafl meðal trúaðra manna, að J>eim varð ekki varpað fyrir borð. Af J>essu leiddi, að farið var að leita nýrra aðferða við skýringu Hómerskvæð- anna, skilja frásagnir þeirra sem líkingamál, þannig að svo að segja hvert goð og liver atburður jarteinaði eitthvað utan og ofan við bókstafinn sjálfan. Meðal hinna fyrstu, sem skýrðu Hómerskvæðin á J>ennan veg, var Þeagenes frá Rhegium (525 I- Kr.). Hann sá í goðsögnum og kvæðum tákn og jarteinir böfuðskepnanna, náttúruaflanna og ýmsra fyrirbæra í umlieim- inum. Stefna ]>essi hafði mikil áhrif á ýmsa gríska heimspek- 'Uga, ekki sízt Stóumenn. — Sem dæmi um J>essa skýringarað- ferð má nefna, .að Heraclitus lieldur ]>ví fram, í hók sinni Alle- goriae Homericae, að J)egar Hera er fjötruð (II.111,277) merki það sameiningu höfuðskepnanna, ]>egar Hefaistosi sé þeytt gegnum loftið, jarteini það hinn jarðneska eld, sem sé veikari en hinn himneski logi, og sameining Afrodite og Aresar sé samræming ástar og atorku. Er skemmst af að segja, að sumir heimspekingar, eins og t.d. I’lato og Sokrates lögðu lítið upp úr þessum útleggingum. Epi- kúringar gerðu gis að Stóu-spekingunum og töldu ]>á vera komna í ógöngur. Ekki voru Grikkir einir um að skýra fornar frásagnir helgra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.