Kirkjuritið - 01.10.1961, Síða 28

Kirkjuritið - 01.10.1961, Síða 28
362 KIRKJURITIO hönd mína í kveðjuskyni. En liann Ieit ekki við og liann leit ekki á niig. Og ég hataði liann. Mér var hrnndið inn í sjálfa mig, og ég var eins köld og ég liefði verið úti í snjóbyl. Og ég skalf. Um nóttina sá ég liann í draumum mínum; og mér var sagt seinna, að ég liafi hljóðað upp úr svefninum og verið eirðar- laus í livílu minni. I ágústmánuði sá ég liann aftur í gegnum gluggann minn. Hann sat í skugga sedrusviðarins í garði mínum og liann var kyrr eins og hann hefði verið liöggvinn úr steini, eins og líkn- eskin í Antiokíu og öðrum borgum þar norður frá. Og egypzki þrællinn minn kom til mín og sagði: „Þessi mað- ur er hér enn. Hann situr þarna í garði þínum“. Og ég starði á hann, og sál mín skalf, því að hann var fagur. Líkami hans var heilsteyptur og sérliver lduti lians virtist elska sérlivern annan hluta lians. Þá varpaði ég yfir mig skykkju minni frá Damaskus, og ég yfirgaf hús mitt og gekk til móts við hann. Var það einvera mín eða var það yndisþokki lians, er dró mig að honum? Var það hungur í augum mínum, er þráði þokka, eða var það fegurð hans, er leitaði ljóss augna minna? Jafnvel nú veit ég það ekki. Eg gekk til lians í mínum ilmandi klæðum og á gullnum il- skóm, ilmskóm, sem rómverski sjóliðsforinginn hafði gefið mér. Og þegar ég var komin til lians, sagði ég: „Góðan dag þér til lianda“. Og liann svaraði: „Góðan dag þér til handa, Miriam“. Og liann leit á mig, og fyrir næturaugum hans var ég önnur kona en aðrir menn liöfðu séð. Og snögglega fannst mér ég vera nakin, og ég varð feimin. Þó liafði liann aðeins sagt: „Góðan dag þér til lianda, Miriam“. Og þá sagði ég við liann: „Villt þú ekki koma inn í liús mitt ? ' Og hann sagði: „Dvel ég ekki nú þegar í húsi þínu?“ Ég vissi ekki þá, hvað hann meinti, en nú veit ég það. Og ég sagði: „Vilt þú ekki njóta með mér víns og brauðs? Og liann sagði: „Jú, Miriam, en ekki nú“. Ekki nú, ekki nú, sagði liann. Og rödd hafsins var í þessunt

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.