Kirkjuritið - 01.10.1961, Síða 39

Kirkjuritið - 01.10.1961, Síða 39
Axel Andrésson íþróttakennari SÍÐASTLIÐIÐ Etimar andaðist Axel Andrésson œskulýðsleiðtogi. -— Var lians í þann niund lofsamlega getið í blöðum og nijög að verðugu. Til- gangur þessara lína er þó eigi sá að endurtaka neitt af því, er sagt hefir verið um hann. Heldur vildi cg vekja sérstaka athygli hér á þessum mikils- verða starfsmanni, sem nú er liðinn fram. Hann hefir unnið fráltært starf, eigi aðeins fyrir íþróttalífið', heldur og fyrir andlega og siðferðilega menn- ingu. Þrettan ára gamall (1908) stofnaði hann „Víking“ með 32 drengjuin. Er forustuinaður þessa íþróttafélags í 18 ár. Mótar það, fjörgar og fegrar. Víkingur hefir löngum lofs notið fyrir dugmikinn, fjörugan og fagran leik. Hvaðan félaginu hefir slíkt einkum komið, má fullvel ráða af þeim anda, er lýsir sér í orðum Axels sjálfs í 50 ára minningarriti félagsins: . . „Margir hafa notið góðra stunda á knattspyrnuvelliinim við það að horfa á tilþrifa- inikinn og góðan leik. En taki einhver liðsmaður upp á því að sýna af sér fantaskap . . . þá hverfur fegurðin og ljótleikinn tekur við. Mér þykir ekki mikið til um sigur, sem fenginn er á þann hátt, því að slikur leikur er svik við iþróttina. Hinn sanni íþróttaandi er í ætt við drengskap og fegurð og er fyrir öllu“. — í þessum sama anda hefir Axel svo einnig starfað mörg ár samfleytt sem sendikennari Í.S.Í. meðal hernsku og æsku íslands víða um land, kennt þeim og þjálfað þá í íþróttum og góðum siðuin, gefið slarfi sínu og áhrifum þunga og festu alvörunnar með eigin fordœmi í orðuni, gjörð- um og öllum liáttum. Hann hefir t.d. að sjálfsögðu aldrei sézt fylla flokk vínneytenda né reykjcnda, en œtiS flokk þeirra cr sækja kirkjur og aðra fagra staði og störf. Hann ávann sér hverju sinni það hnoss að vera aufúsu- gestur, ekki einungis hinna ungu, heldur og meðal magra áhyrgra 6kóla- manna og annara slíkra, er mátu meir og meir starf hans og áhrif þess. Slík- ir þurfa leiðtogar ungra að vera, svo að verulegs og varanlegs árangurs megi af vænta starfi þeirra. Og eigi sízt skiftir það niiklu máli á þessari losara- hrags- rótleysisins- og nautnasýkis-öld. Fljótar inyndi sækjast frain gegn áfengisófagnaðinum, reykingapestinni og alvöru- og áhyrgðarleysinu í landi voru, ef l. d. ullir leiStogar fylgdu fast slíku fordæmi sem hér hefir nefnt verið og á bent. Til þess eru líka hin beztu fordæmi gefin. — Axel Andrésson var karlmenni í hezta skilningi. Og mér virt- ist hann heilsteyptur kristinn maður. Slíkra höfum við brýnasta þörf. Blessað sé því og veri ævistarf lians. Jón Þ. Björnsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.