Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 469 yfirleitt mjög hamingjusöm. Konurnar hlakka til heimkomu þeirra, og endurfundirnir verða góðir. Þeir fara svo aftur, áður en keniur til nokkurra illdeilna. Ég lief tekið eftir því, að meðal sjómanna og annars þess fólks, sem vinnur líkamlega vinnu og stríðir við náttúrunnar öfl, þar er tilfinningalífið heitara og dýpra en hjá öðrum. Það er eins og raunveruleiki hvarsdagslífsins leiði til dulrænu og tilfinningaelda í trúar- og einkalífi. Fólkið hér er mjög opið fyrir öllum dulrænum áhrifum, og ég veit, að hið sama gildir um sjómennina á vesturströnd Noregs. — Prédika allir prestarnir á færeysku? — Nei, þrír prédika enn á dönsku, en segja má samt, að færeyskan liafi nú að fullu og öllu sigrað dönskuna í kirkjun- um. Breytingar í þessa átt hófust fyrir 1930, og síðan 1939 er það orðið vanalegt, að messan fari öll fram á færeysku. Nú er búið að koma út allri Biblíunni í færeyskri þýðingu, og fær- eyskri sálmabók. Biblían er þýdd beint úr frummálinu. —- Hver verður framtíð færeysku kirkjunnar? — Samþykkt liefur verið í færeyska lögþinginu að æskja þess, að Færeyjar fái vígslubiskup. Að því er segir í dönskum blöðum hefur kirkjumálaráðlierrann, B. Kocli, látið svo um- mælt, að kirkjustjórnin muni reyna að fá því framgengt í haust, að Færeyjar fái sinn eigin biskup eins og var til forna. — Og þá eruð þér sjálfkjörinn? — Kirkjuráðið velur bæði prófast og vígslubiskup. (Þrátt fyrir þessi hógværu orð prófasts Joensen, mun mega fullyrða, að Iionum liefði verið óhætt að svara játandi). Faðir minn hafði sent mig lieiman af Islandi með kirkjulegar spurningar upp á vasann, sem lagðar skyldu fyrir lierra Joen- sen. En tíminn var naumur, því að fyrir dyrum stóð Ólafsvakan, og hátíð Ólafs helga hrífur alla með sér, jafnvel strangtrúðustu lúterska prófasta. Frú Joensen var að búa til dýrlegrar veizlu, því að sonur hjónanna var að ljúka stúdentsprófi, og var því fagnað á Ólafsvökukvöldi. Þá er veizla og hátíð í öllum bænum. Hinn dýrmæti tími í skrifstofu prófastsins fór sumpart í um- ræður um sálarflækjur á Islandi og jafnvægi sálnanna í Fær- evjum, og það var svo skemmtilegt umræðuefni, að veganestið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.