Kirkjuritið - 01.01.1968, Síða 18

Kirkjuritið - 01.01.1968, Síða 18
12 KIRKJUIUTIÐ eittlivert veraldlegt fyrirkomulag eða sið'venjur brjóti í bága við vilja Guðs, er það kristin skylda yðar að rísa öndverðir gegn því. Þér megið aldrei láta neinar bráðræðis eða stundar- kröfur, sem mannlegar stofnanir gera yður á liendur, sitja fyrir kröfum hins almáttuga Gtiðs. Nú þegar menn varpa á glæ eilífum trúarverðmætum, ber yður að lialda fast við þau og láta ekki frásnúna kynslóð hindra yður í að bjarga þeim fyrir komandi kynslóðir. Þér verðið að vera reiðubúnir til að lierja á ranglátar siðvenjur, berjast fyrir óvinsælum mál- efnum, og bjóða gildandi reglum byrginn. Þér eruð kallaðir til að vera salt jarðarinnar. Yður er ætlað að vera ljós heims- ins. Það er hlutverk yðar að vera lífgefandi máttur súrdeigsins í þjóðfélaginu. Ég hef heyrt að þér liafið í Ameríku efnaliagskerfi, sem kallast kapitalismi, sem leitt liafi til mikilla stórræða. Þér kváðuð vera auðugasta þjóð heimsins, og hafa komið á fót mikilvirkasta framleiðslukerfi, sem sagan liefur af að segja. Þetta er undravert. En sú hætta er yfirvofandi að þér mis- beitið kapitalismanum. Ég held því enn fram að peningaást sé rót margs sem illt er og geti leitt menn til siðlausrar efnis- byggju. Ég óttast að margir yðar á meðal leggi meiri stund á að græða fé en að safna andlegum fjársjóðum. Misbeiting kapitalismans getur líka leitt til féflettingar. Það hefur oft átt sér stað í landi yðar. Mér er hermt að 0,1 liundr- aðshluti íbúa landsins ráði vfir meiru en 40 hundraðshlutum af auðlindum þess. Ameríka, hversu oft liefur þú ekki rænt fjöldann lífsnauðsynjum lians en miðlað yfirstéttinni alsnægt- um og óhófsmunaði. Ur þessu verður þú að bæta, viljir þú með sannindum vera kristin þjóð. Það verður ekki gert með því að þú aðhvllist komnninismann, því að grundvöllur lians er stað- og stundarbundið siðgæði, háspekileg efnislivggja, lamandi einræði og takmörkun frumstæðustu mannréttinda, sem enginn kristinn maður getur viðurkennt. Hins vegar er þér opin leið til sanngjarnari skiptingar þjóðarauðsins innan vébanda lýðræðisins. Þér er skylt að nota þínar óhemju auð- lindir til þess að útrýma fátæktinni úr heiminum. Það var aldrei tilætlun Guðs að nokkur þjóð byggi við alsnægtir og ógrynni auðæva samtímis því að örbirgðin þjakar aðrar þjóðir. Guð vill að öll börn hans geti bætt úr sínum brýnustu þörf-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.