Kirkjuritið - 01.01.1968, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.01.1968, Qupperneq 44
38 KIRKJURITID æðsti prestur sóldýrkunarinnar, o<; þótt liann tæki kristna trú, gerði liann „allt til að bræða lieiðindóm og kristindóm saman,“ segir norski kirkjusöguritarinn Birger Hall. Með slíkri sam- bræðslu var unnt að skemma kristindóminn, þótt ekki tækist með neinum skelfingum að sigra liann. Tímabilið frá dögum Nerós og til aldamótanna 300, var tími liryllilegra ofsókna. Þá geisuðu að minnsta kosti 8 mikil of- sóknartímabil. Hið fyrsta á stjórnarárum Nerós árið 64, annað á dögum Trajans árið 110, þriðja á dögum Markúsar Aurelíus- ar 177 og hið fjórða á dögum Septimusar Severusar árið 194, bið fimmta á dögum Maxímíusar árið 238, liið sjötta á dögum Desíusar árið 249, liið sjöunda á dögum Yaleríusar um 255 og hið áttunda á dögum Díóklelíans árin 303—312. Hið síðasta vafalaust liryllilegasta og náði yfir líu ár. Atbyglisvert er það, að í bréfinu til safnaðarins í Smýrnu, sem er næst á nndan Pergamos, er sagt: „Kvíð þú ekki því, sem þú átt að líða. Sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fangelsi, til þess að þér freistist, og þér munuð þrenging liafa í tíu daga. Yertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér lífsins kórónu.“ Ymsir, sem túlka orð ritningarinnar, telja að dagarnir í spá- dómunum tákni ár. Síðasta og grimmilegasta ofsóknartímabil- ið stóð einmitt tíu ár. Og nú gefum við kirkjusöguritaranum aftur orðið um þessa ,,þrenningu,“ sem nefnd er í safnaðar- bréfinu: „Díókletían varð trvllingslega æðisgenginn út af stórbruna nokkrum, sem liann var sjálfur sjónarvottur að, og gaf út þrjár nýjar fyrirskipanir um að afmá hina kristnu. Hin fyrsta mælti svo fvrir að setja skyldi alla biskupa í fangelsi. Hin önnur, að þvinga skyldi þá með pyntingum til frálivarfs frá kristinni trú. Og í hinni þriðju bauð bann, að svo skvldi fara með alla kristna undantekningarlaust og þvinga þá með hótunum binna bryllilegustu písla til að fórna. Hin síðasta var skrifuð, sam- kvæmt Konstantíns kröftugt orðatiltæki, með bnífsoddi og opnaði böðlunum ótakmarkað athafnasvið í uppfinningum sínum. Skipanir þessar voru ekki fvrr birtar en ofsóknimar geis- uðu með skelfingum um allt ríkið. Kirkjur voru brotnar nið- ur, bin lielgu rit rifin sundur og brennd, fangelsin fylltust af

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.