Kirkjuritið - 01.01.1969, Side 49

Kirkjuritið - 01.01.1969, Side 49
KIR K J U RI TIÐ 43 stjórn. Bæði samið og þýtt. „Vin- Um mínum á Akureyri, ungum og óldnum“ tileinkar hann þessa bók. j'er vel á því. Aðeins tveir kaflarn- lr af sautján greina frá verunni á Itúðum í Fáskrúðsfirði, en þar hófst ®vÍ8tarfið. Hinir eru hundnir því sem gerðist á meðan hann var fyrir 'iorðan. Hannesi er létt um að skrifa fag- Urt og lipurt mál. Hann hefur opin augu fyrir fegurð náttúrunnar, og Uaunur fyrir áhrifum hennar. Göf- Uglyndi hans og góðvild veldur því, að þótt hann hafi mikla tnannþekk- ‘Ugu lætur hann yfirleitt þeirra C|nna getið, sem hann getur horið vel söguna. Skiptir það líka lesand- a»n mestu máli. Einn kaflinn er um fólagsmálastörf höfundar einkum í l‘águ hindindis og kennara. Fjórir kaflarnir segja frá utanferðum. IJar er merkur þáttur um kynni þeirra Hannesar og Davíðs frá Fagraskógi. Hvöldu þeir mánuðum saman á kressingarhæli í Danmörku. Ilöf- Undur er vel sæmdur af bréfi, sem skáldið skrifaði honum í þakklætis- skyni fyrir „Hetjur hversdagslífs- 'us“, og lýsing Hannesar hregður k’ka fagurri hirtu á Davíð. Enn má nefna fróðlegan kafla Um hernámsárin og hlýlegan þátt Um samstarfsmennina. Bókin er með alhnörgum mynd- Uin og vandlega gerð að öllu leyti. I’etta er góð hók sem heldur k'Ugi gildi sínu vegna vitnisburðar sius um gagnmerkt ævistarf og lofs- 'erða þjóðlífsmynd. í lienni ríkir l*ka heiðríkja og mikil mildi. Jóhann Sigurjónsson: BRÉF TIL BRÓÐUR 1‘rjátíu og J>rjú bréf til Jóhannesar Sigurjónssonar Kristinn Jóhannesson bjó til prentunar Bókaútgáfa Menningarsjóiis 1961! Þessi stuttu látlausu hréf eru sann- arleg einkabréf til liróður og vinar. Þau eru þrungin hlýju og einlægni og miklu frekar viðræða en frétlapistlar. Lýsa skýrt ljúf- mennsku, drenglyndi og ættjarðar- ást skáldsins. Tryggð lians við ætt og óðal. Lítið getur Jóhann skáld- skapar síns en gaman er t. d. að þessari athugasemd: „Nú skil ég til fulls það, sem ])ú sagðir svo oft, fjarlægðin fegrar“, og þegar þú sagðir, að aldrei hefði þér þótt jafn vænt um „gamla landið“ eins og þegar l>ú varst fjarstur strönd- um þess.“ Það minnir óneitanlega á hin fleygu orð síðar í Fjalla-Ey- vindi: „Fjarlægðin gerir fjöllin hlá og mennina mikla“. Þótt Jóhann sé sjaldan með heim- spekilegar vangaveltur, kemur skýrt fram, að liann er marghugsandi frá unga aldri. Hann segir í einu hréf- inu, sem liann ritar á menntaskóla- árunum: „Ég hef mikið verið að hugsa um það nú langan tíma, hvernig gæti á því staðið, að stund- um virðist eins og dýrin, t. d. kettirnir, séu miklu sælli en menn- irnir, og þykist nú vera húinn að finna ástæðuna. Kettirnir hafa að- eins örfáar nautnir, en þessum nautnum geta þeir oft og einatt fullnægt. Maðurinn þar á móti hef- ur margar, það er að segja hann hefur löngun til þess að sjá, heyra og skynja margt, sem honum eigi gefst kostur á. En fagnið og verið glaðir, þið menn, sem þegar hafið fengið augun opin fyrir mörgum fögrum nautnum, þið sem hrennið af löngun til þess að gagnskoða náttúrunnnar dýrð og rannsaka leyndardóma lífsins, verið vissir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.