Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1970, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.04.1970, Blaðsíða 20
162 KIRKJURITIÐ unar, en langskólaskeið var mér þá alls ekki í huga. Efnin voru lítil til þeirra hluta og ólíkt erfiðara fyrir skólapilta þa að vinna fyrir sér en nú er. Flensborgarskólinn var þá í góðu áliti undir forustu hins ágæta skólastjóra og kennara Ögmund- ar Sigurðssonar og varð því þessi skóli fyrir valinu, enda þótt ekki væri samband milli lians og latínuskólans í Reykjavík, svo sem var um gagnfræðaskólann á Akureyri. Eins og áður er sagt var ég heldur ekki að hugsa um áframhald á náms- brautinni. 1 Flensborgarskólanum féll mér ágætlega. Þar voru að vísu ekki margir nemendur, hver einstakur bekkur óskiptur, en allir sem þar voru, virtust þangað komnir fyrst og fremst til að læra og er það meira en liægt er að segja um alla ungmenna- skólana nú á tímum. Skólaandinn var góður, félagslíf tals- vert, enda margir nemendanna allvel þroskaðir og trúarleg viðhorf yfirleitt ríkjandi, þótt ekki væri hægt að segja, að neinn áróður væri rekinn í því sambandi. Skólastjórinn og kennararnir, sem þá störfuðu við skólann, þeir Lárus Bjarna- son, séra Janus Jónsson og Bjarni Bjarnason síðar skólastjón á Laugarvatni voru allir samtaka í því að leitast við að liafa mannbætandi áhrif á nemendurna, eftir því sem í þeirra vald* stóð og þeir liöfðu tækifæri til. Ég minnist þess t. d. að eitt sinn ætluðum við nokkrir úr heimavistinni að fara á skemnit- un, sem halda átti þar í Firðinum og fórum við til Ögmundai til þess að fá leyfi. Það stóð ekkert á því, því að sjálfur vai' hann gleðimaður og skildi vel þá löngun lijá unglingunum, en hann brýndi það samt fyrir okkur að lesa vel lexíurnar áður en við færum, svo að við hefðum góða samvizku og hanB bætti því við, að þeim gæti aldrei liðið vel jafnvel á skemnit1' samkomum, sem ekki liefðu góða samvizku. Við margir lir skólanum sóttum allvel guðsþjónustur þennan vetur. Prestar í Hafnarfirði voru þá þeir séra Árni Björnsson í Görðum, sem var sóknarpresturinn og séra Ólafur Ólafsson, sem vai prestur við fríkirkjuna. Voru þeir báðir ágætir prestar °'r sóttum við messur hjá þeim báðum, ]»ó ef til vill meir til séra Ólafs, enda var hann mælskumaður og skörungur í öH11 prestsstarfi svo sem kunnugt er. 1 skólann komu líka stundun1 menn til fyrirlestrahalds og var að því allmikill fengur. Eink' um minnist ég fræðimannsins ágæta og ljúfmennisins Gu<5'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.