Fríkirkjan - 01.01.1899, Blaðsíða 14

Fríkirkjan - 01.01.1899, Blaðsíða 14
10 Þótt ekkert væri annað til eptir Lúther, heldur enn þessi sálmur, þá væri hann einn nógur til að sýna, að hann var sannur fríkirkjumaður; og þó hin lútherska kirkja yrði ríkiskirkja, þá var það engan veginn að tilætlun siðbótarhöfundanna Lúthers og Melanchtons og samverkamanna þeirra, né samkvæmt því prinsípi, sem þeir börðust svo drengilega fyrir. Þeir héldu uppi merki guðs orðs og samvizkufrelsisins gegn andlegri og veraldlegri yfirdrottnan. En eigi ritningin ein að vera regla fyrir trú og líferni kristinna manna og hver einstakur að hafa fullkomið samvizkufrelsi til að lesa hana og þýða, þá útilokar það ekki einungis öll afskipti ver- aldlegrar valdstjórnar af trúar- og kirkjumálum, heldur einnig að miklu eða öllu leyti hið andlega vald og myndugleika, sem yfirboðarar kirkjunnar fyr og síðar hafa beitt. Á grundvelli guðs orðs og samvizkufrelsisins getur kirkjan ekki verið annað enn fullkomlega óháð, sjálfstjórnandi félag. Slíkt félag er hver einstakur, kristinn söfnuður; og félag félag- anna eða samsafn safnaðanna má ekki bindast neinum þeim reglum, er skerði eða komi í bága við það frelsi hinna ein- stöku safnaða, sem þeim ber samkvæmt guðs orði. Slíkt er ósamrýmanlegt við anda Lúthers, sem ætti að vera ráðandi í hinni lúthersku kirkju; og umfram allt er það ósamrýman- legt við anda Jesú Krists, því að „drottinn er andi; en þar sem hans andi er, þar er frelsi" (2 Kor. 3, 17). Yígður grafreitur. Grafreitur fyrir fríkirkjumenn á innsveit Reiðarfjarðar var vígður þann 6. okt. síðastl. að viðstöddum fjölda fólks, urn leið og jarðað var þar í fyrsta sinn. Fyrst var sunginn þessi sálmur: Hér við grafar þrönga þró anda lyptum upp til hæða; Endar hér öll jarðar mæða, hér er frið að fá og ró.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.