Fríkirkjan - 01.01.1899, Blaðsíða 17

Fríkirkjan - 01.01.1899, Blaðsíða 17
13 Prófastsdómurinn, V. Ij, og biskupinn, Út af messugjörðaskýrslunum fyrir árin 1892—94, er birtar vóru í Kbl. í nóvember 1895, fórust V. Ij. meðal ann- ars þannig orð í októbernúmerinu 1896: . . . „Tala messugjörða eín út af fyrir sig sannar ekki mikið, lrvorki með tilliti til skyldurækni sóknarprestsins né kirkjurækni safnaðanna. I'ví þótt margar messugjörðir í einu prestakalli beri þess óneitanlega vott, að þar sé skyldurækinn og samvizkusamur prestur, hvað tíðahald snertir’, þá sanna færri messugjörðir í öðru prestakalli engan veginn hið gagn- stæða um prestinn þar. Og á hinn bóginn sannar fjöldi messu- gjörða í einu prestakalli engan veginn, að menn séu þar trú- ræknari og kirkjuræknari enn í öðrum prestaköllum, þar sem færri messugjörðir hafa verið haldnar. Eins og tilhagar á voru landi, verður svo margt til þess að hindra messugjörðir á ýmsurn timurn árs, jafnvel hjá hinum samvizkusömustu prestum og í hinum kirkjuræknustu söfnuðum. “ Út. af samskonar skýrslum fyrir árin 1889—91 ritaði biskupinn yfir íslandi í septemberblaði B. Kbl. 1892: „í öðru lagi er þess að gæta, að þótt skýrslurnar væru bæði fullkomnar og nákvæmlega réttar, gefa þær ekki, og geta ekki gefið, neina sanna hugmynd um kristindómsástand þjóðarinnar, sérstaklega kirkjurækni hennar. Það er margt, senr til þess ber. Skýrslurnar sýna, hversu margar guðsþjón- ustugjörðir hafa fluttar verið í hverju prófastsdænri á öllu landinu, en alls eigi, hversu mikill hluti safnaðanna hafi tekið þátt í þeinr: hvort kirkjurnar hafi verið fullar, vel settar eða að eins nressufært, en þetta skiptir þó miklu*) **. Því síður geta þær sýnt, hversu margir þeir hafa verið, sem hafa að vísu haft löngun til að fara til kirkju, eða ganga til guðs borðs, en eigi getað það af ýmsunr ástæðum. Skýrslurnar sýna, að messu- föllin hafa orðið æði mörg yfir höfuð á landinu, og í sumum prestaköllunr sorglega nrörg. En, þær geta ekki sýnt, hversu *) Margar messugjörðir á hcimakirkjum eða hægum annexium sanna þó ekki mikið í þessu efní. Utg, **) Hvernig hefur þetta verið í Hólmakirkju? Útg.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.