Tjaldbúðin - 01.01.1902, Qupperneq 32

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Qupperneq 32
30 Síra Magnús varð prestur í Nýja íslandi sumarið 1887. Brátt varð hann mjög vinsæll í nýlendunni og þótti betri ræðumaður en aðrir prestar kirkjufjelagsins. í fyrstu studdi hann kirkjufjelagið af alefii. En eptir kirkjuþing 1888 varð breyting á þessu. Hann fjekk óbeit á »upp- blásturskenningunni*, og honum geðjaðist eigi að því, að blöð kirkjufjelagsins (»Lögberg« og »Sam- einingin«) fluttu sí og æ níð um ísland og ámæli um íslendinga á íslandi. Auk þess fannst honuni og söfnuðum hans málum Ný-íslendinga of lítill gaumur gefinn á kirkjuþingunum t. d. málinu um »skifting kirkjufjelagsins í deildir«. Af þessum og ýmsum öðrum orsökum óx og þroskaðist í Nýja ís- landi gömul og ný óvild til forseta kirkjufjelagsins. Síra Magnús mætti eigi á kirkjuþingi 1889. Og söfnuðir hans sendu aðeins 2 erindsreka. Kirkju- þingið veitti bæði síra Magnúsi og söfnuðum hans þungar ávítur fyrir þetta. í aprílmánuði 1890 fór forsetinn til Nýja íslands til að troða illsakir við síra Magnús. Við þessa ferð fór allt sam- lyndi alveg út um þúfur. Það lenti í harðorðri ritdeilu rjett á eptir heimkomu forsetans til Winni- peg (»Tjaldbuðin« V. bls 38) Reyndar var sett sætt á milli síra Jóns og síra Magnúsar á kirkju- þinginu 1890. En.friður sá var aðeins ofan á. Menn skildu sáttir að kalla. Eptir kirkjuþing þetta einsettu Ný-íslendingar sjer að ganga úr

x

Tjaldbúðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.