Ný þjóðmál - 01.06.1978, Blaðsíða 3

Ný þjóðmál - 01.06.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur X. júni 1978 NY ÞJOÐMAL 3 Útgefandi: Samtök frjálslyndra og vinstri manna Ritnefnd: Andrés Kristjánsson, Kópavogi, Andrés Sigmundsson, Seifossi, Agústa Þorkelsdóttir, Refstað, Benoný Arnórsson, Hömrum, Bjarni Pálsson, Núpi, Einar Hannesson, Reykjavik, Garðar Halldórsson, Akranesi, Magnús H. Gislason, Frostastöðum, Margrét Auðunsdóttir, Reykjavik, Herdis Heigadóttir Reykja- vik. Abyrgðarinaður: Magnús Torfi Ölafsson. Prentun: Blaðaprent h.f. Bending byggðakosninga Úrslit byggöakosninganna boða fall ríkisstjórnarinnar í kosningunum til Alþingis sem á eftir fara. Tap stjórnarf lokkanna er svo mikið þegar á heildina er litið, og landsmálin settu svo mjög svip á kosningarnar, að von forustuliðs stjórnarflokkanna um að halda þing- sætatapi sínu innan marka sem þeir teldu þolanleg og taka saman i stjórnarsamstarf i á ný eru að engu orðnar. Þar á ofan hafa þau stórtiðindi gerst að langæasta og styrkasta stoðin undir veldi Sjálfstæðisflokksins er hrunin, meirihluti hans í borgarstjórn Reykjavíkur er úr sögunni. Sá atburður markar tímamót, þóttenn sé erfitt að átta sig á eftirköstunum fyrir stjórnmálaástand og stjórnmálaþróun í landinu. Þar veltur fyrst um sinn mest á viðbrögðum innan Sjálfstæðisf lokksins, þar sem ástand var viðsjárvert fyrir. Samtakaframboð í byggðakosningunum voru óvíða hrein f lokksf ramboð, þar sem samtakafólki þótti víðast einsýnt að einbeita kröftunum að Alþingiskosningunum. Árangurinn þar sem um hrein samtakaframboð var að ræða, um og yfir tíu af hundraði atkvæða, lofar góðu. Árangur f ramboða sem Samtökin stóðu að ásamt öðrum flokkum eða mönnum utan f lokka benda ótvirætt í sömu átt. Um það er því ekki að villast, að málstaður Samtak- anna á hljómgrunn. Nú er það verkefni frambjóðenda Samtakanna um land allt og stuðningsmanna þeirra að rækta svo jákvæða afstöðu til stefnu og málflutnings f lokksins, sem reynist ríkja afar víða, þegar það mál er kannað, að upp af því viðhorf i spretti atkvæði greidd F- listanum á kjördag. Árangurinn lætur ekki á sér standa, ef vel er unnið. Verkefnið sem samtakafólk færist í fang ? þessum kosningum er stórt, en til mikils er líka að vinna. Enn stendur yf ir umbrotatímabilið í islenskum stjórnmálum, sem hófst með l-listakosningunum í Reykjavík 1967 og komst í algleyming við sigur Samtakanna 1971. Nauðsyn endurnýjunar flokkakerfisins í landinu hefur aldrei komið skýrar í Ijós en á kjörtímabilinu sem nú er að Ijúka. Tveir langstærstu flokkarnir tóku að sér stjórn landsins en reyndust ekki ráða við verkef nið til neinnar hlítar. Nú uppskera þeir eins og til var sáð, í byggða- kosningunum síðasta sunnudag og í Alþingiskosningun- um 25. júní. Svo er það kjósenda að ákveða með atkvæði sínu, hvað við á að taka. Það fór f leira forgörðum af bollalegging- um flokksforingja við úrslit byggðakosninganna en áform forustuliðs Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Draumur- inn um nýja nýsköpunarstjórn er lika úti. Þótt sjálfs- eyðingarhvötin virðist sterk hjá Sjálfstæðisf lokknum um þessar mundir, fremur hann ekki þá kviðristu sem það væri fyrir hann eftir úrslit borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík, að taka höndum saman við Alþýðubandalag- ið um landsstjórnina. Ovissan um hvað við tekur eftir kosningar til Alþingis er því í rauninni enn meiri en áður eftir byggða- kosningarnar. En vandamálin sem blasa við þjóðinni hafa í engu rénað. Eftir sem áður er Ijóst að ný og hald- betri efnahagsstefna en rikt hefur verður að koma til skjalanna, ef verðbólgan á ekki að fá að halda áf ram að sverfa niður efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, at- vinnuöryggið, siðferðisþrekið og afkomuna. I Alþingiskosningunum liggur því enn meira við en í byggðakosningunum, og skal þó ekki gert lítið úr þeim. Kjósendur hafa þegar sýnt, að þeir láta ekki gömul flokksbönd hindra sig í að bregðast svo við málum sem þeir telja að tímarnir kref jist. KVEÐJA REYNIR BJARNASON námstjóri F. 11. september 1938. D. 18. maí 1978. Reynir Bjarnason námstjóri er látinn, brott kvaddur á besta aldri eftir nokkurra mánaöa mjög erfið veikindi. Við slik vá- leg tiðindi setur menn hljóða. Vanmáttur manna gagnvart máttarvöldum og óhjákvæmileg auðmýkt gagnvart hinstu rök- um lifs og dauða leita fast á hugann. Enginn má sköpum renna. Við Reynir kynntumst fyrst sem bekkjarbræður i 3. bekk C i Menntaskólanum i Reykjavik veturinn 1954—’55. Hann kom i bæinn til langskólanáms, bóndasonur vestan af landi. Við hinir vorum flestir Reykviking- ar. Reyni varð vel til vina i bekknum. Létt lund og lipur skapgerð hans voru aðlaðandi. Reynir var traustur félagi og góður námsmaður. Veturinn eftir skildi leiðir. Reynir sleppti ári úr náminu vegna þess að hans var þörf við búskapinn heima i Bjarnarhöfn. Lauk hann þvi menntaskóla- námi ári á eftir okkur hinum. Siðar fór hann til Moskvu og stundaði háskólanám i búvis- indum i Sovétrikjunum. Að þvi loknu kom hann heim og gerðist kennari i liffræði við okkar gamla menntaskóla. A þessum árum hittumst við Reynir ekki oft en endurfundir voru jafnan ánægjulegir. Leiðir lágu aftur saman á uppeldisfræðanámskeiði sum- arið 1971. Þar var ég kennari, hann nam fræðin. Reynir var natinn við kennslustarf sitt og vildi stuðla að umbótum i kennslu. Hann fékk mikinn á- huga á kennslufræðum og hóf nokkru siðar framhaldsnám i þeim efnum við einn virtasta háskóla Bandarikjanna, Har- vard-háskóla. Að fyrsta ári þess framhaldsnáms loknu var Reynir ráðinn til Menntamála- ráðuneytisins sem námstjóri i liffræði i barna- og gagnfræða- skólum. Vann hann þar merkt brautryðjendastarf. Ahuginn á áframhaldandiæðre námi lét Reyni ekki i friði. S.l. sumar hafði hann lokið undir- búningi sliks náms og hélt enn til Harvard-háskóla til að stunda doktorsnám i kennslu- fræði raungreina. Þar hittumst við i september. Ég var á náms- ferð. Hann og Sibilla, kona hans, buðu mér að búa á heimili sinu. Þarna var margt skrafað i ein- staklega hlýlegu andrúmslofti gestrisins heimilis. Það var skömmu eftir heimsókn mina sem ljóst varð að válegur sjúk- dómur hafði lostið Reyni. 1 Reyni Bjarnasyni látnum er mikill mannskaði. Hann var bú- inn mörgum mannkostum. Hann var léttur i lund og lipur- menni, félagslyndur i besta lagi, enda laðaðist fólk að honum hvar sem hann hélt sig i heimin- um. Starfsmaður var hann ötull, áhugasamur og mikils metinn. Heimilisfaðir var hann ágætur. Kimnigáfu hafði hann góða. Þá var hann gæddur sérstæðum hæfileikum til náms almennt og til að skilja annað fólk og um- hverfi sitt. Skoðanir hans voru mannúðlegar og þroskaðar. Hann var þess vegna eftirsóttur til umgengni og samræðna bæði af mér og öðrum. Það var ein- staklega menntandi og hress- andi að tala við hann. Við fáa menn hef ég rætt sem höfðu eins þroskaðar og yfirvegaðar skoð- anir á þjóðfélagsmálum og hann. Segja má að það hafi ver- ið einkenni Reynis Bjarnasonar að hann sameinaði á sjaldgæfan hátt kosti sveitadrengs og heimsborgara. Ég og Svava, kona min, vott- um öllum ástvinum Reynis dýpstu samúð — foreldrum hans i Bjarnarhöfn, systkinum og öðru skyldliði — og siðast en ekki sist Sibillu og dótturinni Signýju, sólargeilsum Reynis sem þótti svo vænt um manninn sinn og pabba. Andri Isaksson. Sendum sjómönmim ámaðaróskir í tílefrd sjómannadagsins Bæjarútgerð Reykjavíkur Sendum sjómönnum ámaðaróskir í tilefni sjómannadagsins Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Sendum sjómönnum ámaðaróskir í tilefrd sjómannadagsins Hampiðjan h.f. Sendum sjómönnum ámaðaróskir í tilefrd sjómannadagsins Max h.f. Armúla 5 M.T.ó.

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.