Ný þjóðmál - 01.06.1978, Blaðsíða 8

Ný þjóðmál - 01.06.1978, Blaðsíða 8
Almennur s tj órnmálaf undur Frá Samtökunum á Suðurlandi Almennur stjórnmála- fundur verður i Hótel Selfoss fimmtudaginn 8. júni n.k. og hefst hann kl. 20.30. Frum- mælendur verða Magnús Torfi Ólafsson, formaður Samtakanna, Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir og Andrés Sigmundsson, sem skipar fyrsta sæti á framboðslista Samtakanna á Suðurlandi. Andrés Sigmundsson Selfossi Sunnlendingar! V erið velkomnir! Samtökin á Suðurlandi. Magnus Torfi Ólafsson Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Samtökin á Suðurlandi IJm jafnréttí kvenna á 1 framboðslistum tíl Alþingis — Opið bréf til Jafnréttisráðs og Kvenréttindafélags Isiands í nóvembermánuði sl. barst öllum kjördæmisráðum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna bréf frá Jafnréttisráði, dags. 31. október 1977, þar sem þeim tilmælum var beint til Samtakanna jafnt sem annarra stjórnmálaflokka að „vægi verði milli kynjanna á listum flokkanna” við kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Tekið var sérstaklega fram i bréfinu að ekki væri eingöngu átt við að konur væru „i hinum svonefndu uppfyllingarsætum”, heldur að markvist verði unnið að þvi að auka hlutfall kvenna á Alþingi og i sveitarstjórnum frá þeim 5%, sem nú er hlutfall kvenna á Alþingi, og 3,7% sem er hlutfall kvenna i sveitar- stjórnum landsins, i jafnvægi kynjanna á Alþingi og i sveitar- stjórnum.” Um svipað leyti barst Samtökum frjálslyndra og vinstri manna „opið bréf til stjörnmálaflokka á Islandi”, dags. 8. nóvember, frá Kven- réttindafélagi íslands, þar sem fram kom að félagið „telur það skyldu stjórnmálaflokka á íslandi að konur skipi fram- boðslista við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna til jafns við karla.” Nú hafa allir stjórnmála- flokkar gengið frá framboðum til Alþingis. Á framboðslistum annarra stjórnmálaflokka fyrirfinnst ekki i neinu tilviki kona i efsta sæti og aðeins eitt dæmi er um að kona skipi annað sæti lista. A listum Samtaka frjálslyndraögvinstrimanna er hins vegar að finna tvær konur i efsta sæti og þrjár sem skipa annað sæti. Er þetta til marks um að hver er eini stjórnmála- flokkur f landinu sem reiðubú- innertilaðsýna i verkiviðleitni til að virða þá skoðun Jafnréttisráðs „að til séu hæfar konur ekki siður en hæfir karlar til setu á Alþingi” sem og segir i bréfiráðsins. mf, j Samtök frjálslyndra og vinstri manna telja það skyldu Jafnréttisráðs og Kvenréttinda- félags islands að beita sér af alefli fyrir þvi i verki að konur og aðrir kjósendur, sem aðhylU ast markmið ráðsins og félags- ins, fylki sér saman til að tryggja konum i efstu sætum framboðslista Samtakanna kosningu til Alþingis. Með slikum hætti mætti ná þeim árangri að tvöfalda tölu kvenna á Alþingi og mikilvægum áfanga i baráttu Jafnréttisráðs og Kvenréttindafélags íslands væri náð Vilji Jafnréttisráð og Kven- réttindafélag íslands hins vegar ekki beita sér fyrir slikum stuðiiingi i verki við kvenfram- bjóðendur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna verður aðlita á tilskrif þeirra til stjórp- málaflokkanna sem markleysu, dapurlegt einkenni á réttinda- baráttu þar sem forystumenn samtaka og ráða segja eitt en gera annað. Með slikum vinnu- brögðum er jafnréttisbarátta kvenna dæmd til að mistakast. Það eru þvi vinsamleg tilmæli Samtaka frjálslyndra og vinstri manna að Jafnréttisráð og Kvenréttindafélag Islands beiti sér fyrir slikum virkum stuðningi. Þar sem Samtökin munu ræða þessi mál i kosningabaráttunni óskast heiðrað svar um hver verði við- brögð ráðsins og félagsins sent undirrituðum fyrir hinn 10. júni n.k. Með baráttukveðju og ósk um að alþingiskosningarnar 25. júni muni færa konur mikilvægum áfanga nær settu marki i réttindabaráttu sinni. Reykjavik, 31. mai 1978 Andri tsaksson FRAMBOÐSLISTAR í Norðurlandskjördæmi vestra við kosningar til Aiþingis 25. júní 1978 A-listi Alþýðufiokksins: 1. Finnur TorfiStefánsson Bókhlöðustig 6c, R. 2. Jóhann G. Möller ritari verkal. fél.Vöku, Laugarvegi 25, Sigluf. 3. Jón Karlsson form verkam. fél. Fram. Hólavegi 3l.Sauðárkr. 4. Elin Njálsdóttir póstm. Fellsbraut 15, Skagastr. 5. Þórarinn Tyrfingsson héraðslæknir, Strandgötu 13, Hvammstanga. 6. Guðni Sig. Óskarsson kennari, Austurgötu 7, Hofsósi. 7. Unnar Agnarsson meinat., Brekkubyggö 20, Blönduósi 8. Erla Eymundsdóttir húsmóöir, Hlið, Siglufiröi. 9. HerdisSigurjónsdóttir húsm., Fornósi 4, Sauöárkr. 10. Kristján Sigurðsson fyrrverandi verkstjóri, Eyrargötu 6, Siglufiröi. B-listi F ramsóknarf lokksins 1. ölafur Jóhannesson ráðherra, Reykjavik. 2. Páll Péturssonbóndi, Höllustöðum. 3. StefánGuðmundsson framkv.stjóri, Sauðárkróki. 4. Guðrún Benediktsdóttir kennari, Hvammstanga. 5. Bogi Sigurbjörnsson skatténdursk., Siglufirði. 6. Jón Ingi Ingvarsson rafvirkjam. Skagaströnd. 7. BrynjólfurSveinbergsson mjólkurbússtj. Hvammstanga. 8. Helga Kristjánsdóttir húsfrú, Silfrastöðum. 9. Sverrir Sveinsson rafveitustjóri, Siglufirði. 10. Gunnar Oddsson bóndi, Flatatungu. D-Ilstf Sjálfstæðisflokksins 1. Pálmi Jónssonbóndi, Akri. 2. EyjólfurKonráð Jónsson lögfr. Reykjavik. 3. Jón Asbergssonfrkvstj., Sauðárkróki. 4. ólafurB. öskarsson bóndi, Viðidalstungu. 5. Þorbjörn Arnason lögfr., Sauðárkróki. 6. Kjartan Bjarnason sparisjóðsstjóri, Siglufirði. 7. Valgérður Agústsdóttir húsfr. Geitaskarði. 8. Pálmi Rögnvaldsson skrifstm.,Hofsósi. 9. Þórarinn Þorvaldsson bóndiÞóroddsstöðum. 10. Gunnar Gislason pófastur, Glaumbæ. F-listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna:: 1. Guðmundur Þór Asmundsson, skólastjóri, Laugabakka. 2. Úlfar Sveinssonbóndi, Ingveldarstöðum. 3. Pétur ArnarPétursson dei lda rstj óri, B lönd uós i. 4. Bergþór Atlason loftskeytamaður, Siglufirði. 5. Þorvaldur G. Jónsson bóndi, Guðrúnarstöðum. 6. Hihnar Jóhannesson mjólkurfræðingur, Sauðárkróki. 7. Magnús Traustason simriti, Siglufirði. 8. GuðbjörgKristinsdóttir húsm. Brautarholti, V.-Hún., 9. KristjánSnorrason hljómslitarmaður, Hofsósi. 10. EggertTheódórsson efnisvörður, Sigluf irði. G-listi Alþýðubandalagsins: 1. Ragnar Arnalds alþm., Varmahlið.Skagafirði. 2. Hannes Baldvinssón, f ra mkv st j. Si gluf irði. 3. EirikurPálssonbóndi Syðri-Völlum, V-Hún. 4. Þórarinn Magnússonbóndi Frostastööum, Skag. 5. Guðriður Helgadóttir húsfreyja, Austurhlið. A-Hún. 6. Haukur Ingólfsson vélstjóri, Hofsósi. 7. Eðvarð Hallgrimsson byggingam., Skagaströnd. 8. IngibjörgHafstað húsfreyja, Vik.Skag. 9. Eyjólfur Eyjólfsson verkamaður, Hvammstanga. 10. KolbeinnFriðbjarnarson verkamaður, Siglufiröi. í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra, 25. mai 1978. Jóh. SlabergGuðmundsson . Hlöðver Sigurðsson Elias I. Eliasson Ölafúr H. Kristjánsson Egill Gunnlaugsson í i i

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.