Ný þjóðmál - 01.06.1978, Side 4

Ný þjóðmál - 01.06.1978, Side 4
4 NÝ ÞJÓÐMÁL Fimmtudagur 1. júni 1978 Kosningastefnuskrá Sa vinstri manna í Alþin^ íslendingar ganga nú til Alþingiskosninga aö loknu kjörtímabili sem einkennst hefur af því aö samstjórn tveggja stærstu f lokka landsins ræður engan veginn viö brýnustu úrlausnaref ni sem viö þjóðinni blasa. Verð- bólga og sóun valda því, að þrátt fyrir met- verð á útflutningi og árgæsku til lands og sjávar er þjóðin illa á vegi stödd. Af koman í utanríkisviðskiptum er afleit og félagslegt ranglæti og misrétti veldur sífelldri ólgu og óáran í þjóðlífinu. Samtök frjálskyndra og vinstri manna leggja f yrir kjósendur i kosningastef nuskrá sem hér fer á eftir stefnumörkun í brýn- ustu málum sem úrlausnar krefjast. Þau byggjast að dómi Samtakanna á raunsæju mati á aðstæðum og skírskota til allra þeirra kjósenda, sem sjá og viðurkenna að úrræði undanbragðalaus jafnaðar og sannrar samvinnuhugsjónar koma best að haldi við að ráða bót á þeim efnahagslega og félagslega vanda sem að steðjar. Réttindamál Röðunarréttur kjósenda Kosningalögum ber að breyta þannig, að kjósendur framboðslista hafi ótvírætt úr- skurðarvald um hverjir frambjóðendur af þeim lista ná kosningu, og sameina þannig eftir fögnum kosti hlutfallskosninga og persónukjörs. Vægi atkvæðis Við endurskoðun ákvæða sfjórnarskrár- innar um kosningar til Alþingis skal setja reglu um vægi atkvæða ? strjálbýliskjör- dæmum annars vegar og þéttbýlis- kjördæmum hins vegar. Jafnframt skal á- kveða, hversu mikið frávik frá þeirri reglu skuli þurfa til að þingsætatala kjördæmis breytist. Með þessu móti væri afstýrt til frambúðar togstreitu um kjördæmamál. Upplýsingaskylda Lögfesta þarf skyldu stjórnvalda til að láta í té upplýsingar um ák'varðanir og úr- slit mála í opinberri umsýslu og f jármagns- ráðstafanir opinberra sjóða. Valddreifing Lokið skal hið fyrsta endurskoðun á verkaskiptingu rikis og héraðsstjórna, þannig að verkef ni séu eftir föngum færð út í byggðirnar til ákvörðunar og fram- kvæmdaábyrgðar. Jöfnum höndum séu sveitarstjórnum veitt umráð yfir tekju- stofnum í samræmi við nýja skiptingu verkefna. Réttarvernd Stofnað verði embætti umboðsmanns Al- þingis, sem sé ábyrgur gagnvart þinginu og óháður embættiskerfinu. Hlutverk umboðs mannsins skal vera að fylgjast með að hver þegn nái rétti sínum á öllum sviðum. Koma ber á lögfræðiþjónustu fyrir al- menning með viðráðaniegum kjörum. Efnahagsmál Atlaga gegn verðbólgu Verðbólguþróun í landinu er komin á það stig að ógnar efnahagslegu sjálfsforræði þjóöarinnar, atvinnuöryggi landsmanna, félagslegu réttlæti í þjóðfélaginu og lífs- kjörum almennings. Atlaga gegn verðbólg- unni með samræmdum aðgerðum i pen- ingamálum, fjárfestingarmálum og at- vinnumálum þolir enga bið. Viðnám við verðbólgu verður að byggjast á þjóðhagsá- ætlunum, bæði til langs tíma og hvers árs í senn. Um gerð slikra áætlana þarf að takast samstaða milli ríkisvaldsins og samtaka launþega og atvinnuvega. Rikisfjármál l viðureign við verðbólguna verður ríkið að ganga á undan með aðhaldssamri og að- gætinni f jármálastjórn. Reka verður ríkis- sjóð með verulegum greiðsluafgangi og verja honum til að lækka óreiðuskuld ríkis- ins við Seðlabankann. Stöðvun skuldasöfnunar Taka verður fyrir frekari skuldasöfnun erlendis, bæði af hálfu opinberra aðila og einkafyrirtækja. Fækkun banka Viðskiptabönkum í eigu ríkisins ber að fækka í tvær ámóta öflugar bankastofnan- ir, sem hvor um sig geti annast alhliða bankaþjónustu. Vinna ber að sameiningu banka sem ekki eru í opinberri eigu. Fjárfes tingarsjóðir Afnema ber sjálfvirkni í lánveitingum fjárfestingarsjóða og færa yfirstjórn þeirra úr höndum pólitískt kjörinna sjóðs- stjórna í hendur ráðinna forstöðumanna, sem fari eftir úthlutunarreglum sem Al- þingi samþykki. Verðjöfnunarsjóður Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins ber að efla svo að hann sé í góðæri fær um að safna fé sem ætla má að hrökkvi til að vega upp á móti skakkaföllum af völdum tímabundins aflabrests eða verðfalls. Félagsleg fjárfesting Gera ber skýran greinarmun á f járfest- ingu sem ætluð er til arðgjafar í samræmi við fullan f jármagnskostnað og fjárfest- ingar sem ræðst af félagslegum sjónarmið- um, þar sem ætlunin er að standa undir f jármagnskostnaði með framlögum af al- mannafé. Ráðstöfun byggðafjár Fjármagni úr Byggðasjóði skal skipt milli héraða eftir þróunarþörfum sam- kvæmt landshlutaáætlunum. Fjárveitingar til einstakra verkefna skulu kjörnir fulltrú- ar heimamanna annast. Kjaramál Gildi kjarasamninga Að gefnu tilefry verður að gera þá kröfu til Alþingis og ríkisstjórnar, að gildir og lög- legir kjarasamningar séu ekki rofnir með lagaboði. Launajöfnun l kjarasamningum ber að fylgja launa- jöfnunarstefnu og hefta kjarakapphlaup milli starfshópa. Kjara trygging Taka skal upp mat á því, hver lágmarks- kjör beri að tryggja fólki með lágar eða engar atvinnutekjur. Þeim sem í hlut eiga ber að tryggja lágmarkskjör með greiðsl- um úr almannatryggingakerfi eða nei- kvæðum tekjuskatti eftir því sem við á. Nýtt visitölukerfi Vísitölubótakerf ið ber að taka til endur- skoðunar og koma því i það horf, að greiðsl- ur samkvæmt því falli að markmiðum launajöfnunar og tryggingar lágmarks- kjara öllum til handa. A tvinnulýðræði Koma skal á atvinnulýðræði á þann hátt að starfsfólk fyrirtækja og stofnana eigi patr i mótun starfsumhverf is og haf i áhrif á val verkefna og leiða á starfssviðinu. Öryggi og aðbúð Tryggja skal fulltrúum starfsliðs aðstöðu til frumkvæðis um athugun á hollustuhátt- um og öryggi á vinnustað og úrbætur á því sem áfátt reynist. Opinberar stofnanir sem á þessu sviði starfa skulu efldar svo sem þörf krefur til að gera þær skjótvirkar og skilvirkar. jr U tvegsmál Heildarstefna i veiðum og vinnslu Gildandi ákvæði um veiðisvæði fiski- skipa, veiðarfæri og verðlagningu sjávar- afla ber að endurskoða, í því skyni að upp verði tekin sarhræmd heildarstefna í fisk- veiðum, sem beini sókn í vannýtta stofna eftir því sem þörf gerist til að hlífa of veidd- um stofnum meðan þeir eru að rétta við. Sömuleiðis skal tekin upp mótun heildar- stefnu i vinnslu sjávaraf urða, við það mið- uð að saman fari hagstæð nýting afla og f ullnæging atvinnuþarfa byggðarlaga. í þvi skyni þarf að koma til löndunarstjórn eftir landshlutum. Innlend fullvinnsla Ný fjárfesting í vinnslu sjávarafla á að beinast að því að auka innlenda vinnslu á af la og fuHvinna hann eftir því sem rekstr- arhagkvæmni framast leyfir. Útflu tningsfrels i Afnema ber einkaleyfafyrirkomulag á útflutningi, svo kostir samkeppni fái notið sin á því sviði, en hindra að hún leiði til und- irboða með því að ákvarða lágmarksverð á afurðum til útflutnings. Landbúnaðarmál Fra mleiðsluáætla nir óviðunandi er að framleiðsluaukning búsafurða umfram það sem innanlands- markaður torgar verði til þess að skerða kjör bænda. Með lagasetningu þurfa sam- tök bænda að fá umboð til að setja fram- leiðsluáætlanir. Hverjum bónda sé frjálst að búa eins oghann kýs, en þeir einir eigi kröfu á fullu afurðaverði, sem þátt taka í framkvæmd framleiðsluáætlunar. Fra mleiðslusvæði Landbúnaðarhéruðum á að skipta í fram- leiðslusvæði, þannig að framleiðslan sé í sem bestu samræmi við landkosti og mark- aðsaðstæður á hverjum stað.

x

Ný þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.