Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 22

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 22
Teikningum var lokið og bygging- arleyfi fengin í árslok 1956 og var þá þegar hafist handa um vinnu í grunninum, verkið var boðið út 8. janúar 1957 og samningar um húsið fokhelt undirskrifaðir 6. febrúar sama ár. Byrjað var svo á byggingu hússins um vorið, er lokið var undir- búningi í grunni. Samkvæmt reikn- ingum Sjómannadagsráðs um síð- ustu áramót voru komnar 5,2 millj- ónir í þessa byggingu með vinnu í lóðinni og vélaútbúnaði, sem þá var búið að kaupa. Þegar öllum framkvæmdum e|r lokið og allt greitt má búast við að byggingakostnaður þessa húss með gólfteppum og öllum innréttingum verði á 8. milljón krónur, og er það lægri byggingarkostnaður en al- mennt gerist nú í fullbúnum húsum þar við bæfist svo um 3 milljónir, sem er kostnaður við lóðina og kaup- verð sýningarvéla og stóla sem urðu meira en helmingi dýrari en áætlað var, en mest af því fé rennur í ríkis- sjóð sem innflutingsgjöld. Byggingar Dvalarheimilis aldraðra sjómanna eru allar teiknaðar af Agústi heitnum Steingrímssyni byggingafræðingi, er vann að þessu verkefni af mikilli alúð. Byggingarn- ar voru í upphafi hugsaðar sem ein samræmd heild, og á því hafa engar breytingar verið gerðar, nema að fengið var leyfi til að stækka sam- komuhúsið svo það kæmi að fyllri og haganlegri notkun fyrir framtíð- ina og umhverfið, sem óðum var að breytast úr óbyggð í þéttsetna byggð og teljum við, að það muni sýna sig að þetta var raunhæf og viturleg ráðstöfun, því við það kemur til- kostnaðurinn margfallt fleirum að notum. Agúst Steingrímsson hafði rétt lokið við að umbreyta teikn- ingunni með þetta fyrir augum, og gera útboðslýsingu á byggingafram- kvæmdunum, þegar hann féll frá á bezta aldri, en hans undirbúningur var kominn svo langt að á honum var hægt að byggja. Byggingafélag- ið Stoð h. f. hefur annast allar bygg- inga framkvæmdir, loftræstinga og hitunarkerfið er teiknað af Pétri Pálssyni verkfræðingi, en lagt af blikksmiðjunni „Vogur“ og Geisla- hitun h. f. Rafmagnskerfið er teikn- að af Jóni Skúlasyni verkfræðingi með hliðsjón af teikningum Philip í Hollandi en raflagnir gerðar af Volta h. f. Páll Guðmundsson hús- gagnaarkitekt hefur gert teikningar af ýmislegu í forstofu. Terrage gólf eru unnin af Glitsteini h. f. en mynd- skreytingar þar með eftirmyndir af félagafánum í forstofu eru gerðar af Eggerti Guðmundssyni listmál- ara. Harðviður er unninn af tré- smiðju Sigurðar Elíassonar. Parket- lögn á sýningarsviði af Olafi On- undarsyni. Útidyr úr léttmálmi eru settar upp af Rafmagnsverksmiðju Hafnarfjarðar h. f. Himintungl þessi eru sett til heiðurs fyrsta íslenzka geimfaranum eins og segir í kvæði Arnar Arnarsonar „Stjáni blái“, „Horfi ég út á himinlána, hugurinn eigir glæsimynd, mér er sem ég sjái Stjána sigla hvassan beitivind aust- ur af sól og suður af Mána sýður á keipum himinlind.“ Sýningarvélarnar í húsinu eru hinar þekktu Philip Todd A-O vélar, en Micael Todd fékk á sínum tíma Philips í Hollandi til að leysa vand- ann varðandi þessa nýju tækni ásamt American Optic og hefur Snorri B. P. Arnar umboðsmaður Philips út- vegað bæði tækin og tjöldin en hér í kvöld er staddur einn af fram- kvæmdastjórum Philips van der Bilderbech. Stólarnir, sem eru sérstaklega vel gerðir og þægilegir eru frá Vestur- Þýzkalandi umboð Georg Amunda- sonar. Starfsmenn kvikmyndahússins hafa unnið að uppsetningu véla, svið- tjalda og stóla og leyst það verk bæði fljótt og vel af höndum. Ótal margir aðrir koma til, sem þarna hafa að unnið einhver verk í lengri eða skemmri tíma og færum við þeim öllum sérstakar þakkir. Eg vil þakka ykkur öllum sem unnið hafa að þessari byggingu fyr- ir gott verk ykkar og áhuga að leysa starí ykkar sem bezt af höndum og er húsið sjálft bezta vitnið um hand- bragð ykkar. Þá þökkum við hátt- virtri ríkisstjórn, bæjarstjórn Reykjavíkur og ótal nefndum og ráðum opinberra starfsmanna, er við höfum þurft að leita margskonar fyr- irgreiðslu, og sem allir hafa af vel- vilja og skilningi greitt götu okkar við þessar framkvæmdir, en við ýmislega eríiðleika hefur verið að stríða á köflum og fögnum við því nú að þessum áfanga hefur verið náð. Við teljum að hér sé um menn- ingarlegan ávinning að ræða. Öll varanleg og áþreifanleg fjárfesting eru dagsverk hins vinnandi manns dagsverk sem bjargað hefur verið frá glötun. Hérna við bóginn á þessu skipi sem ég nú stend á og aldrei mun sjó kljúfa, er steinn sem rifinn er upp úr sjávarklöppinni að Gufuskál- um á Snæfellsnesi. Þið ættuð ekki að fara án þess að virða þennan stein fyrir ykkur. Með djúpu kjölfarinu sem sorfið er í hann ber hann vott um mikið strit og svita horfinna kyn- slóða útróðra manna. Þetta eru einu sjáanlegu merkin um dagsverk þeirra. Sjóbúðirnar og moldarhreisin er þeir höfðust við í eru nú grónar rústir, erfiði þeirra er gleymt. En eru hin erfiðu dagsverk þeirra ekki geymd í okkur, sem eftir lifum? Ef þeir hefðu ekki erfiðað svo hart hefði íslenzka þjóðin ef til vill dáið út. Við skulum ávallt með þakklæti minnast hinna gömlu sjósóknara. í minningu þeirra höfum við reist þeta hús. Blessuð veri minning þeirra meðan íslenzk þjóð er til. Hljómplatan Stjáni blái, eftir Sigfús Hall- dórsson, er tilvalin vinargjöf á Sjómanna- daginn. ★ Hljómplatan Stjáni blái, eftir Sigfús Ilall- dórsson, fæst í hljóðfæraverzlunum. ★ Hljómplatan Stjáni blái, eftir Sigfús Hall- dórsson, fæst á skrifstofu Hrafnistu og skrifstofum sjómannafélaganna. 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.