Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 50

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 50
Úr bókinni u Almenna bókafélagið hefur nýlega gefið út bókina „Hafið“, sem Unn- steinn Stefánsson efnafræðingur lief- ur ritað og séð um útgáfu á fyrir félagið. í þessu alþýðlega fræðslu- riti, sem er um 300 blaðsíður að stærð, hefur Unnsteini tekizt prýði- lega að setja fram í ljósu máli, fjöl- breyttan fróðleik um hafið, strauma þess, vinda, veðráttu og margt fleira, sem hverjum þeim er að einhverju leyti byggir afkomu sína á sjósókn eða við siglingar, er æskilegt að vita nokkur deili á. Með leyfi höfundar og útgcfanda fer hér á eftir stuttur útdráttur úr bókinni, úr tveimur köflum hennar: Efnafræði og aflabrögð. Þar eð plöntusvifið er aðalfæða dýrasvifsins og dýrasvifið aftur fæða ýmissa stærri sjávardýra, liggur nærri að álykta, að lífsskilyrði margra nytjafiska séu í nánum tengslum við næringarefnaforðann á hverju hafsvæði. Sú ályktun er studd niðurstöðum fjölmargra rannsókna. Umfangsmiklar rannsóknir hafa leitt í ljós, að ekki er eingöngu um að ræða árstíðabundinn mun í fos- fatmagninu, heldur er einnig tals- verður mismunur milli ára. Eng- lendingar hafa í mörg ár athugað fosfatmagnið, í Ermarsundi á ýms- um árstímum, ennfremur svifmagn- ið og fjölda fiskseiða. A tímabilinu frá 1924 til 1930 reyndist fosfatmagn- ið í byrjun hvers árs töluvert hærra en á tímabilinu eftir 1930. Það, sem vakti þó sérstaka athygli brezku vís- indamannanna var það, að fjöldi fiskseiða, sem fékkst í strammaháf að sumri, var í nánu samræmi við fosfatmagnið í ársbyrjun. Fjöldi seiða árin eftir 1930 var því töluvert minni en á tímabilinu fyrir 1930. Aflaskýrslur brezkra fiskiskipa, sem stunduðu veiðar á þessum slóðum, voru og í samræmi við þetta, því að í ljós kom, að meðalsumarafli af háf í Ermarsundi, fór að verulegu leyti eftir fosfathámarki vetrarins á und- an. Þessi niðurstaða þótti að vonum hin merkasta, ekki sízt fyrir þá sök, að hér sáu menn hilla undir þann möguleika að spá fyrir um aflabrögð HAFID" út frá næringarinnihaldi sjávarins. Nánari rannsóknir síðustu ára benda þó til þess, að málið sé engan veginn svo einfalt, að fosfatmagnið eitt saman ráði úrslitum um grósku sjávar við Ermarsund, heldur muni vanta í hinn fosfatsnauða sjó önnur ólífræn sporefni og auk þess bæti- efni af lífrænum uppruna, sem nauð- synleg séu, til þess að auðugur plöntugróður geti þrifizt. Eftirtektarvert er, að undan ósum stórfljóta ber oft mjög mikið á kísil- þörungum. Má í því efni nefna mjög fróðlega athugun, sem gerð var á sambandinu milli úrkomu og afla- bragða við strendur Noregs. Það kom í ljós, að aflamagnið á síldar- vertíðinni við Suður-Noreg í lok vetrar fór í meginatriðum eftir úr- komumagninu mánuðina á undan, og sama máli gengdi um þorskver- tíðina við Lofóten snemma vors. Fljótt á litið virðist þessi niðurstaða næsta furðuleg og óskiljanleg. Málið skýrist þó við nánari athugun. Sé úrkoma mikil, vex framburður vatnsfalla til sjávar og þá um leið magn ýmissa mikilsverðra næring- arsalta (einkum kísilsambanda), sem lítið er af í sjónum. Plöntugróðurinn á landgrunnsvæðinu verður þá meiri og lífsskilyrði bæði svifdýra og botn- dýra af þeim sökum betri. Ekki er óhugsandi, að mismunandi fram- burður ánna hér við suðurströnd- ina hafi einhver áhrif á lífskjör gróð- urs og dýra á Selvogsbankasvæðinu, og væri fróðlegt að rannsaka það nánar. Þótt auðug átusvæði og fengsæl fiskimið megi alla jafna þakka hag- stæðum gróðurskilyrðum plöntu- svifsins, eins og nefnt hefur verið hér að framan, eru þó dæmi hins gagnstæða. I Norðursjónum og víðar hafa menn veitt því athygli, að fiski- göngur virðast forðast vissar þör- ungategundir. Á þessu fyrirbrigði hafa aðallega komið fram tvær skýr- ingar. I fyrsta lagi hefur verið á það bent, að þörungagróðurinn nær há- marki nokkru áður en dýrasvifið. Fiskurinn haldi sig því ekki á mikl- um þörungasvæðum einfaldlega vegna þess, að þar sé engin fæðu- dýr að hafa. Fiskar í ætisleit sæki aftur á móti á þau svæði, þar sem mikið er af dýrasvifi, en þar éti svifdýrin plöntumar upp á skömm- um tíma. Á síldveiðisvæðinu norð- an Islands veiðist sjaldan eða aldrei síld á miklum þörungasvæðum, enda oftast lítið um rauðátu, þar sem plöntugróður er mikill. I öðru lagi hefur komið fram sú skýring, að sjávardýr forðist vissar þörungateg- undir vegna eituráhrifa. Og visst er um það, að sumar tegundir svipu- þörunga gefa frá sér banvænt eitur Á gróðursælum og hlýjum hafsvæð- um, þar sem mikið berst til sjávar af úrgangsefnum frá landi, myndast stundum óhemju breiður af þessum þörungum, sem lita sjóinn rauðleit- an. Eitrið í þeim, er 10 sinnum sterk- ara en stryknín. Verkar það einkum á öndunarfærin. Flestum þeim dýr- um, sem komast í tæri við slíka þör- unga, er bráður bani búinn. Af þess- ari ætt er þörungategund sú, er veldur eitrun í skelfiski. Á ákveðn- um stöðum og tímum safnast tals- vert af þessu eitri í skelfiskinum. Talið er, að flest sjávardýr geti þolað miklar breytingar á súrefnis- magninu, án þess að bíða tjón af. Dýralíf þróast t. d. víða mjög vel á þeim svæðum í austanverðu Kyrra- hafi, þar sem súrefnismagnið er mjög lítið. Á einstaka stað hefur þó kom- ið í ljós, að fari súrefnismagnið nið- ur fyrir ákveðið lágmark, getur það haft mikil áhrif á útbreiðslu fiski- stofnanna. Þannig er það til dæmis við strendur Chile. Aðalnytjafisk- urinn á þeim slóðum nefnist „mer- luza”, og er af hákaættkvíslinni (merluccius). Uti fyrir Valpariso veiðist hann á takmörkuðu svæði á landgrunninu milli 100 og 150 metra dýpi. Bezti veiðitíminn er október- nóvember. I lok desember tekur að heita má alveg fyrir veiðarnar á svæðinu, en skömmu síðar veiðast kynstur af hák sunnar með strönd- inni. Rannsóknir síðustu ára benda ótvírætt í þá átt, að göngur háksins standi í nánu sambandi við ástand sjávarins. Nafngiftir Hafsvæða Að því er séð verður í fornritum 34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.