Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 63

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 63
Um notkun segulbandstækja í skipum. I loftskeytadeild Veðurstofu Is- lands hefur um mörg undanfarin ár verið notað segulband sem einn þátt- ur við móttöku erlendra veður- skeyta, og hefur sú tilhögun reynst vel. Þegar erlendu veðurskeytin voru eingöngu send út á morse — en ekki eins og nú er orðið, að mestu leyti með sjálfvirkri fjarritvélasendingu — kom það iðulega fyrir, að æski- legt var að taka á móti veðurskeyt- um frá fleiri sendistöðvum samtímis heldur en hægt var að anna. Mót- taka þessara veðurskeyta var æski- leg og nauðsynleg, en sendingamar það stuttar og strjálar að þær gáfu ekki tilefni til að fjölga starfsmönn- um. Til að geta hagnýtt þessi veður- skeyti voru þau tekin á segulband og síðan skrifuð af því aftur strax og tími vanst til. Að fenginni margra ára reynslu álít ég að notkun segulbandsins um borð í hinum stærri fiskiskipum og þá sérstaklega á togurum og stærri síldveiðiskipum mundi koma að miklum notum til aukinnar frétta- öflunar í sambandi við fiskveiðar. Loftskeytamenn og aðrir, sem við hlustun fást verða oft að sleppa gagn- legum erlendum og innlendum fiski- fregnum og veðurskeytum vegna þess að þeir eru bundnir við önnur störf, eða hlusta þarf eftir fregnum frá mörgum stöðvum í einu. Þessar fréttir mætti oft taka á segulband og hlusta á síðar og vinna úr þegar tími gæfist til. Þá má nota segulband sem aukinn hlustvörð og til að taka á móti orð- sendingum á fyrirfram ákveðnum bylgjulengdum auk margs annars. Einnig koma þau að ómetanlegu gagni í varðskipum og björgunar- skipum. Eg tel ástæðulaust að fara nánar út í þessi mál, því segulbönd eru það algeng að almenningi eru þau vel kunn þótt þau séu ekki ennþá notuð í þeim tilgangi, sem ég hefi minnst á. Vil ég að lokum beina því til loftskeytamanna og annarra er kynnu að hafa áhuga á þessu máli að kynna sér það nánar. Geir Olafsson. Hinir voldugu sjórœningjar Hvað kostar sænskur sjómaður? Slík spuming kemur máske kynlega fyrir sjónir, en þannig var það ekki um aldamótin 1700 því um það bil ræddi sænska ríkisstjómin það í fullri alvöm við Sid Muhamed keisara í Marokkó. Sjóræningjar í Miðjarðarhafi voru um aldaskeið óþægilegur farartálmi öllum sjófarendum á þessum slóðum, og þannig var það um 1700, er Svíar byrjuðu fyrir alvöru að sigla um þessar suðlægu slóðir. Þar bar mest á svonefndum barbaraþjóðflokkum en þeir voru frá Morokkó, Alger, Tunis og Tripoli, en þeir héldu uppi skipulögðum sjóránum sem atvinnugrein, og flestar siglingaþjóðir töldu þetta nokkurnveginn eðlilegt og greiddu mögl- unarlítið og gerðu nauðungar friðarsamninga við þessa illvætti siglinganna. Sú skipshöfn sem lenti í höndum þessara ósvífnu ræningja Norður-Afríku átti engrar miskunar að vænta. Misþyrming og þrælahald var algengt. Sjó- menn sem þannig voru handteknir vom fluttir til ýmissa hafnarborga Afríku og seldir hæstbjóðanda til þrælkunarvinnu. Svíþjóð neyddist eins og fleiri til þess að gera nauðungarsamninga við þessa ræningjahópa og var fyrsti slíkur samningur undirritaður í Alger 1729. Aður hafði fjöldi sænskra sjómanna lent í þrælkunarvinnu. Árið 1725 voru keyptir lausir fjórir sjómenn er höfðu verið í þrælahaldi í 15 ár. Voru það einkum kirkjufélög í Svíþjóð og Finnlandi er gengust fyrir fjár- söfnunum til þess að greiða, lausnarfé. Við friðarsamninga sem gerðir vom við Marokkó 1735 hafði almenningur safnað um 40,000 silfurdölum til þess að kaupa fanga lausa. Keisarinn krafðist 2,000 piastra fyrir hvem skipstjóra, 1,000 fyrir stýrimenn og 800 piastra fyrir almenna sjómenn. Sænskur aðals- maður, Hartwig Stenbock fannst af tilviljun ásamt tveimur sjómönnum árið 1746 og höfðu þeir þá allir verið um 20 ár í þrælkunarvinnu. Annað skipti voru keyptar lausar á einu ári sex sænskar skipshafnir, ásamt skip- stjórum þeirra. En sönnur hafa fengist fyrir því, að sænskir sjómenn hafi dvalist sem þrælar í afríkönskum löndum allt að 30 árum. Móðirin: „Hvað er orðið af kökunni sem lá þarna á diskinum?” Jakob litli: „Ég tók hana, og gaf litlum dreng, sem var svo ákaflega svangur.” Móðirin: „Það var fallega gert af þér, góði minn, að kenna í brjósti um hann; — þekturðu drenginn”? Jakob: „Já, það var ég.” Anna litla: „Mamma, hvað er engill?” Móðirin: „Það er lítil stúlka, sem getur flogið.” Anna litla: „Getur Stína vinnukona flog- ið”? „Hann pabbi sagði við hana í dag, að hún væri engill.” Móðirin: „Já, barnið mitt, Stína flýgur héðan strax í dag.” SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.