Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 24

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 24
Sjóorustan á Salamissundi Nýlega hefur fundizt tafla með áletraðri tilskipun hins mikla gríska hers- höfðingja Þemistokleser, rétt áður en orustan á Salamissundi hófst. Aletr- unin sýnir, að Þemistokles fyrirskipaði brottflutning frá Aþenu og að haxm ákvað að mæta Persum á sundi nokkru. Xerxes konungur réði yfir ríki sem náði frá Indlandi til Egeahafs. Snemma morguns í september árið 480 fyrir Krist, sendi hann flota sinn, sem í voru eitt þúsund skip, inn í hið þrönga sund milli eyjar- innar Salamis og Attíkustrandar. Hinn fjölmenni her konungs var bú- inn að hertaka og ræna Aþenuborg. Á hæð nálægt borginni tók konung- ur sér stöðu og horfði þaðan á gang orustunnar. Xerxes konungur sá hvar þrjú hundruð skip Grikkja voru saman komin á Salamissundi og biðu eftir árás frá flota hans. Hann sá skip sín eitt af öðru leggja til orustu við Grikki og að þau voru jafnóðum yfirbuguð. Á sundinu, sem er aðeins um ein míla á breidd, gátu einungis fáein skip úr hinum vold- uga flota Persa ráðizt á óvininn sam- tímis. Þegar þau, sem fremst voru í orustunni, reyndu að draga sig til baka undan gagnárásum Grikkja, flæktust þau fyrir eigin skipum, sem fyrir voru, en reyndu að sækja fram. Sigur Grikkja var ótvíræður. Xer- xes sneri heimleiðis og tók með sér stóran hluta hersins. Hinn hluti hers ins dvaldi í Grikklandi næsta vetur. En árið eftir höfðu Grikkir bæði kjark og styrk til að reka Persa af höndum sér. Innrás Persa í Grikk- land var lokið. Orustan við Salamis er einn af stórviðburðum veraldarsögunnar. Sigur Grikkja í orustunni veitti þeim næði í hálfa aðra öld til þess að leggja fram sinn bezta og varan- legast skerf til vestrænnar menn- ingar. Athafnamestir á því sviði voru Aþenubúar, en þeir höfðu mannað flest hinna grísku skipa, og séð heim ili sín og land í rústum þaðan sem orustan stóð. Æstrýlos, skáldið frá Aþenu, sem sjálfur var í orustunni, við Salamiseyju, segir í herhvöt sinni: „Ó þér synir Grikkja, komið frelsið föðurland yðar, frelsið kon- ur yðar og börn, guðahof og grafir forfeðranna. Nú er allt í veði.” Hvemig fóru Grikkir að því að vinna sigur? Atburðirnir, sem leiddu til innrásar Persa, og staðreyndim- ar varðandi sigurinn yfir þeim, eru vel kunnar af sögunni. En engin glögg mynd var til af því, hvernig Grikkir bjuggu sig undir að mæta hinni persnesku ógnun fyrr en árið 1960. Vitað var, að orustan við Sala- mis var háð eftir að grískum herj- um á landi hafði mistekizt að stöðva framrás óvinanna. Talið var, að Aþeningar hefðu flutt konur og börn úr borginni á síðustu stundu, sleppt landi sínu við „Barbarann” og stigið um borð í skip sín í þeirri veiku von að geta haldið Persum í skefjum á sjónum. Fyrir utan leik- rit Æskýloss „Persarnir“ og fáeinar línur minningarljóða voru engar sögulegar heimildir um atburðina eldri en frá 50 ámm eftir að þeir gerðust. Fyrir 30 ámm fann bóndi úr þorp- inu Troizen á Pelopsskaga, hinu- megin við Saronsflóa frá Aþenu, litla marmaratöflu í jörðu. Önnur hlið töflunnar var þakin smástafa áletrun, sem bóndinn lét sig engu varða. Hann notaði töfluna fyrir varinhellu. Vorið 1959 frétti fram- taksamur skólakennari frá ná- grannaborginni Pors af steininum og kom bóndanum til að gefa hann á safn leirmuna, myntna og áletrana frá hinni fornu borg, Troize, en safnið hafði hann til sýnis í kaffihúsi. Þar var steinninn þegar ég og kon- an mín heimsóttum þorpið þá um sumarið í leit að áletrunum og öðr- um sögulegum minjum héraðsins. Nokkur hluti letursins var mikið skemmdur, en nákvæm rannsókn leiddi í ljós, að áletrunin var ekki eldri en frá síðari hluta fjórðu ald- ar f. Kr. eða um 150 árum eftir Persastríðin. Eins og venjulega, var ekkert bil milli orða og engir púntar, en eyða, sem jafngilti lengd tveggja stafa, milh hverra tveggja setninga. Eins og á mörgum áletrunum frá þessu tímabili var hverjum staf ætl- að jafnmikið rúm. Þetta var mjög mikilvægt atriði, þegar til þess kom að lesa textann. Það þýddi, að jafn- vel þar, sem steinninn var mikið skemmdur, var hæg að sjá nákvæm- lega stafafjöldann. Eðli textans var líka að nokkru ljóst. Það hlaut að vera tilskipun, fundarsamþykkt, gerð af borgara- fundi. „Ráðið og fólkið” var alveg greinilegt í enda á línu nálægt upp- hafi áletrunarinnar, og benti það til hins venjulega orðalags. „Samþykkt Ráðsins og fólksins . . . „En tilskipun frá jafn smáu sjálfetæðu ríki og Troizen hafði verið, var samt dýr- mæt, og þama voru yfir 40 línur af lesmáli. Framhaldsrannsókn sýndi, að þetta var ekki tilskipun frá Tro- izen. Eftir tilvísuninni um Ráðið og fólkið kom: (máð mannsnafn) son- ur (máð mannsnafn) Phremíos, kom með tillögu.” Af orðinu Phre- arríos sést, að flutningsmaður tilskip- unarinnar var frá tilteknu hverfi í Aþenu. Textinn var því tilskipun frá Aþenu en ekki frá Troizen. Þetta fékk staðfestingu af stöfun þeirra orða, sem ég gat greint, hún var al- veg í samræmi við fjórðu aldar Aþensku. En hversvegna fannst áletrunin hér? Eg gat greint „Salamis“ og „Bar- barinn“, og ég mundi, að Aþenubú- ar höfðu til öryggis flutt konur og börn úr borginni árið 480 f. Kr. til Troizen hinumegin við Korinþueyð- ið, sem var hindrun gegn árásum frá meginlandinu. Ef til vill var þetta fjórðu aldar tilskipun frá Aþenu til minningar um fyrri vináttu fólksins 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.